Fuglahundadeild mynd 15
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7852630

Erlendir dómarar

Hér á síðunni eru stuttar kynningar á þeim dómurum sem komið hafa hingað til lands á undanförnum árum til þess að dæma á fuglahundaprófum sem haldin hafa verið á vegum Veiðihundadeildar og síðar Fuglahundadeildar HRFÍ. Einnig er hér að finna kynningar á nokkrum þeirra dómara sem dæmt hafa í prófum sem haldin hafa verið af Írsk setterdeild HRFÍ.

Ådne Norheim

26.5.2009
Stækka mynd

Ådne Norheim hefur átt pointerhunda í meira en þrjá áratugi en síðustu árin hefur hann átt snögghærða vorstehhunda. Hann var formaður í Norska pointerklúbbnum og stjórnarmaður í norska Kennelklúbbnum og Fuglehundklubbenes Forbund. Hann var einnig ritstjóri blaðsins "Fuglehunden" fyrir tegundarhóp 7.

Ådne

meira »

Alfred Sæther

26.5.2009
Stækka mynd

Alfred Sæther hefur verið í fuglahundasportinu í fjölmörg ár, en hann eignaðist sinn fyrsta enska seta árið 1981, hún hét Prikkens Mirja úr ræktun Svein Heglum. Alls hefur Alfred átt 10 enska seta og er ræktunarnafn hans Rangelfjellet’s.

Allir hundar Alfreds hafa náð 1. einkunn á veiðiprófi og af þeim hafa

meira »

Anders Eide Hetlevik

3.8.2011
Stækka mynd

Anders Eide Hetlevik er fimmtugur, kemur frá Asköy fyrir utan Bergen og starfar hjá Bergens tidende sem er eitt af stærstu dagblöðum Noregs.   Hann hefur hefur átt fuglahunda

meira »

Arild Skeivik

26.5.2009
Stækka mynd

Arild Skeivik hefur veitt með hundum í bráðum tvo áratugi og er nú með 3 pointer tíkur, þar af tvær sem öðlast hafa rétt til þátttöku í keppnisflokki. Hann ræktar undir ræktunarnafninu Solasteggen´s. Hundar hans eru Arild Black Luckys Barracuda, Black Luckys Hot Gu´n og unghundur úr eigin ræktun sem heitir

meira »

Arne Abel Lunde

26.5.2009
Stækka mynd

Arne Abel Lunde hefur veitt með hundum í nær þrjá aratugi. Hann er með bretona sem hann ræktar undir ræktunarnafninu Holmevass.

Hundar hans eru NJCH Brustindens Masi, NJCH Shulegan´s Drillo og einn unghundur úr hans eigin ræktun; Holmevass Gillie. Arne útskrifaðist sem veiðihundadómari 2004, situr í stjórn

meira »

Arne Hovde

26.5.2009
Stækka mynd

Arne Hovde er frá Vågå í Guðbrandsdalnum í Noregi. Hann hefur átt pointera í meira en aldarfjórðung og ræktað þá undir ræktunarnafninu Högbrotet. Arne hefur verið með sigursæla hunda í veiðiprófum og átti m.a. meistarann Afferns Bubbi.

Arne hefur setið í stjórn norska pointerklúbbsins í mörg ár og var hann

meira »

Björn Watle

26.5.2009
Stækka mynd

Norðmaðurinn Björn Watle hefur frá unga aldri rekið með bróður sínum Per Arne, Vigdaætta's ræktunina sem er ein farsælasta ræktun enskra seta í Noregi frá stríðslokum. Þeir bræður eru 3. ættliðurinn sem standa að þessari ræktun, en hún getur státað af fimm Noregsmeisturum.

Björn var formaður ræktunarráðs

meira »

Dómarakynning

3.8.2011
Stækka mynd

Jan Rune Sunde er 53 ára og búsettur í Bergen.  Hann er giftur Lisbeth og eiga þau eina 9 ára dóttir June að nafni.  Hann starfar sem ráðgjafi hjá norska

meira »

Edgar Henriksen

26.5.2009
Stækka mynd

Edgar Henriksen býr í Tromsø. Hann á írska seta, gordon seta og rauða og hvíta írska seta. Edgar hefur ekki ræktað undir eigin ræktunarnafni en hefur verið í samvinu við aðra ræktendur á Tromsøsvæðinu.

Edgar hefur séð um dómaraþjálfun fyrir FKF í sinni heima byggð. Edgar hefur dæmt fuglahundapróf í Svíþjóð,

meira »

Fimm íslenskir dómarar

24.6.2009
Stækka mynd


HRFÍ hefur viðurkennt fimm íslenska dómara til að dæma standandi fuglahunda.

Fyrstu þrír mennirnir sem hlutu árið 1996 viðurkenningu HRFÍ sem dómarar fyrir standandi fuglahunda voru:


Guðjón S. Arinbjörnsson - 509601.

Erlendur Jónsson - 509602.

Ferdinand Hansen

meira »

Geir Haugen

14.8.2009
Stækka mynd

Geir Haugen er uppalinn í litlu þorpi á vesturlandinu sem heitir Hornindal. Hann býr ásamt konu sinni Tonje og 12 ára dóttur í Lier sem er í. 40 km fjarlægð frá Oslo. Áhugamál hans eru íþróttir, tónlist, og veiðar, bæði fisk- og skotveiðar.

Hann er kennari með aðaláherslu á líkamsrækt, en s.l. tíu ár hefur

meira »
123