13.2.2025
Stigahæstu hundar FHD á norskum heiðarprófum
Athugið! Alltaf er möguleiki á að mistök hafi verið gerð í útreikning. Ef svo er sendið athugasemd á fuglahundadeildfhd@gmail.com svo hægt sé að leiðrétta fréttina.
Unghunda flokkur Hraundranga AT Ísey Lóa (Breton) 24 stig Fagradals Bella Blöndal (Breton) 10 stig Hraundranga AT Mói (Breton) 3 stig Myrtallens Björt (Breton) 2 stig Hraundranga AT Ugla (Breton) 2 stig Hraundranga AT Assa (Breton) 1 stig
|
10.2.2025
Nú söfnum við fyrir flugi dómara í vor og haust próf FHD og leitum við því til ykkar þátttakenda þar sem við erum með til sölu hágæðafóður en ágóðinn fer óskertur í flugmiða fyrir dómara.
|
6.2.2025
Þorrablót FHD 2025, verður haldið 15.2. takið daginn frá.
|
1.2.2025
Ársfundur Fuglahundadeildar verður haldinn Miðvikudaginn 19. febrúar í Sólheimakoti kl. 20:00. Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Skýrsla stjórnar og ársreikningur 3. Kosning til stjórnar: 3 sæti laus til tveggja ára. 4. Kosning tengiliða fyrir tegundir 5. Önnur mál
Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
|
6.1.2025
Gleðilegt árið, að venju verður Fuglahundadeild með metnaðarfulla veiðiprófadagskrá þetta árið eins og þau fyrri. Fyrsta próf ársins verður Ellaprófið sem haldið verður 8-9. mars næstkomandi dómari verður Kjartan Lindböl og fulltrúi HRFÍ Einar Örn, ef skráning verður góð þá mun Einar dæma líka. Meginlandshundapróf verður síðan haldið 5-6. apríl og dómari í því prófi verður Patrik Sjöström. 9-10. ágúst verður síðan sækipróf og mun Dag Teien dæma það. 19-21. september verður síðan Áfangafellsprófið að venju og verið að vinna í því að finna dómara í það. Meginlandshundapróf haustsins verður síðan 18-19. október og mun Uli Wieser koma aftur til landsins og dæma það.
|
26.12.2024
8-9 mars FHD, Ellaprófið 28-30 mars Desí 5-6 Apríl FHD 11-13 Apríl Vorsteh deild 2-4 maí Norðurhundar 28-29 Júní Vorsteh deild 9-10 ágúst FHD 16-17 Ágúst Desí
|
25.12.2024
Fuglahundadeild óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakklætiskveðjur til allra þeirra, sem lögðu höld á plóginn á líðandi starfsári.
Hlökkum til að sjá ykkur í félagsstarfinu á nýju ári. |
7.10.2024
Árangur á meginlandshundaprófi FHD 6. Okt
Seinni dagur Meginlandshundaprófs var haldinn við Laxnes línuveginn..
Dómari var Uli Wieser frá Svíþjóð.
Fuglahundadeild þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegan dag. Eftirfarandi hundar náðu árangri.
Fuglahundadeild þakkar styrktaraðilum fyrir veglegar gjafir.
Opinn flokkur:
Hulduhóla Arctic Atlas, Heiði 7, Sókn 9 BHP Vinarminnis Móa, Heiði 6, Sókn 4 2.einkunn Meginlandshundaprófi, 133 stig
|
6.10.2024
Fyrri dagur Meginlandshundaprófs var haldinn við Laxnes línuveginn og lagt var af stað frá Geldingatörn kl. 9:00.
Dómari var Uli Wieser frá Svíþjóð.
Fuglahundadeild þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegan dag. Eftirfarandi hundar náðu árangri.
Elitu flokkur: Erik 7 heiði og 4 sókn BHP
|
4.10.2024
Dýrafóður/ Belcando á Íslandi gefur besta hundi helgarinnar Belcando ADULT Power 12,5kg. Upplagt fóður fyrir veiðitímabilið. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir fóður, orkupúður og orkubita sem henta fyrir veiðitímabilið.
Fyrir meðalstóra til stóra hunda (yfir 15kg)sem hreyfa sig mjög mikið, hunda sem eru að jafna sig eftir veikindi, meðan á álagstíma stendur t.d. veiðitímabili og fyrir ræktunartíkur rétt fyrir got og á meðan hvolparnir eru á spena.
Siðan bætast við vinningar fyrir bestu hunda sem er orkupúður til að bæta í vatn og bætir orku og úthald fyrir hunda á veiðum eða í vinnu. Ásamt protein-ríku fóðri sjá nánar hér að neðan
Hægt að smella á myndirnar til að sjá nánar:
Power fóður fyrir veiðina
|
2.10.2024
Þátttökulisti helgina 5-6. okt, upplýsingar um prófsetningu koma síðar.
Hér er neðar í fréttinni er þátttökulistinn.
Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir þátttakendur:
Platinum gefur vegleg verðlaun í FHD prófinu, 5-6. okt .Platinum á íslandi, platinum.is mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, best hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og í Elituflokki, laugardag og sunnudag. Allir hundar með 1.einkunn fá verðlaun og þátttakendur fá þátttökuverðlaun.
Boðið er upp á byrjenda flokk sem er fyrir þá sem aldrei hafa farið í heiðapróf áður. Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun Platinum 5kg þurrfóður og 2 Menu 375g blautmats fernur.
Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.
|
|