Fuglahundadeild mynd 16
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7852851



 

Veiðprófadagskrá Fuglahundadeildar 2025

6.1.2025
Stækka mynd

Gleðilegt árið, að venju verður Fuglahundadeild með metnaðarfulla veiðiprófadagskrá þetta árið eins og þau fyrri.

Fyrsta próf ársins verður Ellaprófið sem haldið verður 8-9. mars næstkomandi dómari verður Kjartan Lindböl og fulltrúi HRFÍ Einar Örn, ef skráning verður góð þá mun Einar dæma líka.

Meginlandshundapróf verður síðan haldið 5-6. apríl og dómari í því prófi verður Patrik Sjöström.

9-10. ágúst verður síðan sækipróf og mun Dag Teien dæma það. 

19-21. september verður síðan Áfangafellsprófið að venju og verið að vinna í því að finna dómara í það.

Meginlandshundapróf haustsins verður síðan 18-19. október og mun Uli Wieser koma aftur til landsins og dæma það.

Dagskrá veiðiprófa 2025

26.12.2024
Stækka mynd



8-9 mars              FHD, Ellaprófið
28-30 mars          Desí
5-6 Apríl              FHD
11-13 Apríl          Vorsteh deild
2-4 maí               Norðurhundar
28-29 Júní           Vorsteh deild
9-10 ágúst           FHD
16-17

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

25.12.2024
Stækka mynd

Fuglahundadeild óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Þakklætiskveðjur til allra þeirra, sem lögðu höld á plóginn á líðandi starfsári. 


Hlökkum til að sjá ykkur í félagsstarfinu á nýju ári.
meira..

Meginlandshundapróf 6. okt, árangur

7.10.2024
Stækka mynd

Árangur á meginlandshundaprófi FHD 6. Okt

Seinni dagur Meginlandshundaprófs var haldinn við Laxnes línuveginn..

Dómari var Uli Wieser frá Svíþjóð.

Fuglahundadeild þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegan dag. Eftirfarandi hundar náðu árangri.


Fuglahundadeild þakkar styrktaraðilum fyrir veglegar gjafir.  






Opinn flokkur: 

Hulduhóla Arctic Atlas, Heiði 7, Sókn 9 BHP
Vinarminnis Móa, Heiði 6, Sókn 4 
2.einkunn Meginlandshundaprófi, 133 stig

meira..

Meginlandshundapróf 5. okt, árangur

6.10.2024
Stækka mynd

Fyrri dagur Meginlandshundaprófs var haldinn við Laxnes línuveginn og lagt var af stað frá Geldingatörn kl. 9:00.

Dómari var Uli Wieser frá Svíþjóð.

Fuglahundadeild þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegan dag. Eftirfarandi hundar náðu árangri.

Elitu flokkur:

Erik 7 heiði og 4 sókn BHP

meira..

Dýrafóður gefur verðlaun f. besta hund helgarinnar

4.10.2024
Stækka mynd

Dýrafóður/ Belcando á Íslandi gefur besta hundi helgarinnar  Belcando ADULT Power 12,5kg. Upplagt fóður fyrir veiðitímabilið. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir fóður, orkupúður og orkubita sem henta fyrir veiðitímabilið.

Fyrir meðalstóra til stóra hunda (yfir 15kg)sem hreyfa sig mjög mikið, hunda sem eru að jafna sig eftir veikindi, meðan á álagstíma stendur t.d. veiðitímabili og fyrir ræktunartíkur rétt fyrir got og á meðan hvolparnir eru á spena.

Siðan bætast við vinningar fyrir bestu hunda sem er orkupúður til að bæta í vatn og bætir orku og úthald fyrir hunda á veiðum eða í vinnu. Ásamt protein-ríku fóðri sjá nánar hér að neðan

Hægt að smella á myndirnar til að sjá nánar:

Power fóður fyrir veiðina

þátttökulisti í prófi FHD 5-6. okt

2.10.2024
Stækka mynd

Þátttökulisti helgina 5-6. okt, upplýsingar um prófsetningu koma síðar.


Platinum, Vetplus og Dýrafóður styrkja prófið með veglegum verðlauna sjá nánar á vef Fuglahundadeildar einnig má smella á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá lýsingu.

Hér er neðar  í fréttinni er þátttökulistinn.




Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir þátttakendur:

Platinum gefur vegleg verðlaun í FHD prófinu, 5-6. okt .

Platinum á íslandi, platinum.is mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, best hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og í Elituflokki, laugardag og sunnudag. Allir hundar með 1.einkunn fá verðlaun og þátttakendur fá þátttökuverðlaun.

Boðið er upp á byrjenda flokk sem er fyrir þá sem aldrei hafa farið í heiðapróf áður.

Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun Platinum 5kg þurrfóður og 2 Menu 375g blautmats fernur.


Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.

Platinum gefur vegleg verðlaun í prófinu, 5-6.okt

30.9.2024
Stækka mynd

Platinum gefur vegleg verðlaun í FHD prófinu, 5-6. okt .

Platinum á íslandi, platinum.is mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, best hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og í Elituflokki, laugardag og sunnudag. Allir hundar með 1.einkunn fá verðlaun og þátttakendur fá þátttökuverðlaun.


Boðið er upp á byrjenda flokk sem er fyrir þá sem aldrei hafa farið í heiðapróf áður.

Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun Platinum 5kg þurrfóður og 2 Menu 375g blautmats fernur.


Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.

Minnum á að skráningarfrestur er til 30.09

30.9.2024
Stækka mynd

Meginlandshunda-heiðapróf verður haldið helgina 5. og 6. október nk. og mun Uli Wieser frá svíþjóð dæma prófið. Prófað verður í UF/Byrjenda, OF og EL báða dagana. 

meira..


Vetplus gefur vegleg verðlaun í próf FHD 5-6. okt

29.9.2024
Stækka mynd

Vetplus gefur vegleg verðlaun í próf FHD 5-6. okt


Vetplus mun gefa verðlaun fyrir bestu hund í hverjum flokki, laugardag og sunnudag.

Bestu hundar í hverjum flokki munum fá  í  verðlaun frá Vetplus Vetsalve  og COMPLIVIT® kaloríu- og næringarríkt pasta til notkunar við margvíslegar klínískar aðstæður:


Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.