Anders Eide Hetlevik er fimmtugur, kemur frá Asköy fyrir utan Bergen og starfar hjá Bergens tidende sem er eitt af stærstu dagblöðum Noregs. Hann hefur hefur átt fuglahunda síðan 1992, verið fuglahundadómari síðan 2001 og hefur átt marga enska seta sem er sú tegund sem hann hefur unnið með. Þeir félagar Anders og Jan Rune eru saman með Kennel Hårteigen ræktunina. Helsta áhugamálið era ð sjálfsögðu veiðar og veiðipróf með standandi fuglahundum.
Báða hlakkar mikið til að koma hingað til lands og dæma hér en þess má geta að Jan Rune átti að koma hingað 2010 og dæma í Kaldaprófinu en komst því miður ekki þá vegna gossins í Eyjafjallajökli en kemur tvíelfdur til leiks nú.