Norðmaðurinn Björn Watle hefur frá unga aldri rekið með bróður sínum Per Arne, Vigdaætta's ræktunina sem er ein farsælasta ræktun enskra seta í Noregi frá stríðslokum. Þeir bræður eru 3. ættliðurinn sem standa að þessari ræktun, en hún getur státað af fimm Noregsmeisturum.
Björn var formaður ræktunarráðs NESK í 5 ár og á sama tíma varaformaður í aðalstjórn NESK. Hann hefur hlotið gullmerki NESK. Hann er með réttindi fuglahundadómara frá árinu 1986 og hefur dæmt víða á Norðurlöndum.
Björn er virkur í prófum og tekur þátt í þeim mörgum á ári. Hann hefur átt Noregsmeistara í tvígang í einstaklingskeppni og 5 sinnum verið í vinningsliði á NM liðakeppni, 4 sinnum í silfur, einu sinni í brons og oft 4., 5. og 6. sæti. Í unghunda Derbyinu hefur hann verið í tvígang í 3. sæti, einu sinni í 4. sæti og einu sinni í 5. sæti.
|