Fuglahundadeild mynd 5
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7695989

Árangur tegunda í veiðiprófum


Meginverkefni Fuglahundadeildar er að standa fyrir veiðiprófum og veiðikeppnum. Á starfsárinu 2008 til 2009 (júní – apríl) voru sex veiðipróf haldin og stóðu þau yfir í samtals 10 daga.

Prófin skiptast þannig á milli flokka að 6 próf voru haldin í unghundaflokki (UF), 5 próf í opnum flokki (OF) og 4 í keppnisflokki (KF).

Skráningar í þessi veiðipróf voru samtals 111 talsins og skiptast þannig á milli tegunda:





Á þessari síðu er birt tölfræði um árangur einstakra hundategunda í veiðiprófum sem haldin voru á vegum FHD á síðasta starfsári, en einnig er gerð grein fyrir árangri einstaka hundategunda í veiðiprófum 2007 til 2009.


Árangur eftir tegundum starfsárið 2008 – 2009

Í töflunni hér að neðan sést tölulegur árangur þátttakenda í veiðiprófum FHD starfsárið 2008 - 2009. Engir aðrir en FHD stóðu fyrir fuglahundaprófum á þessu tímabili.





Á næstu töflu sést hlutfallslegur árangur þátttakenda í veiðiprófunum á sama tímabili. Vakin er athygli á einkunnahlutfallinu í neðstu línunni. Hlutfallið í vorsteh byggir t.a.m. á fjórfalt meiri þátttöku en í pointer og tvöfalt meiri þátttöku en hjá enskum setum.





Hér að neðan má sjá tölulegan árangur þátttakenda í keppnisflokki starfsárið 2008 - 2009. Alls tóku 37 hundar þátt í KF og náðu 6 þeirra einkunn sem er rúm 16% skráðra þátttakenda. Hér vegur þungt tvöfaldi keppnisflokkurinn, þ.e. tveggja daga próf í KF sem haldið var haustið 2008, skilaði engum þátttakanda sæti.





Í töflunni hér fyrir neðan á síðunni er sýndur hlutfallslegur árangur í keppnisflokki starfsárið 2008 - 2009. Í neðstu línunni í töflunni má sjá sætahlutfallið.






Tölfræði áranna 2007 - 2009

Taflan hér að neðan sýnir árangur þátttakenda í veiðiprófum 2007, 2008 og 2009 (til apríl 09). Þarna er byggt á þátttöku 344 hunda og tölurnar þannig séð hæfari til þess að draga af þeim einhverjar ályktanir.


 


Í töflunni hér fyrir neðan sést hlutfallslegur árangur þátttakenda í veiðiprófum 2007, 2008 og 2009. Einkunnahlutfallið sem sjá má í neðstu línunni er áhugavert, þar sem tölfræðin byggir á allmörgum skráningum í sumum tegundum.





Hér að neðan eru sýndar tölur um árangur í keppnisflokki árin 2007, 2008 og 2009. Á töflunni sést að þátttakendur í keppnisflokki á þessu tímabili voru 124 talsins. Þar af náðu 40 hundar sæti sem er 32,2 % hlutfall skráðra þátttanekenda sem telst mjög gott.





Loks er hér að neðan sýndur hlutfallslegur árangur þátttakenda í keppnisflokki árin 2007 – 2009. Sætahlutfallið í neðstu línunni sýnir ekki mikinn mun á milli algengustu tegunda hvað varðar árangur í keppnisflokki.


 


Þessi tölfræði verður uppfærð næst ekki síðar en vorið 2010.