Fuglahundadeild mynd 3
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 8059839

Fréttir


Skráning á námskeið með Alexander Kristiansen

16.4.2025
Stækka mynd
Dagskrá og skráningar upplýsingar fyrir námskeið og fyrirlestur með Alexander Kristiansen helgina 25.-27. Apríl.

Eins og áður hefur komið fram verður Alexander Kristiansen með námskeið á vegum FHD, Vorsteh og DESÍ dagana 25.-27. Apríl.

Hér er á ferðinni frábært tækifæri til þess að ná góðum tökum á sóknarvinnu sem kemur til með að nýtast bæði á veiðum og í veiðiprófum (sókn og heiði). Námskeiðið er tímasett snemma vors sem upphitun fyrir sækiprófa tímabilið sem er handan við hornið.

Á sóknarnámskeiðið er pláss fyrir 20 hunda, þessum fjölda verður skipt í tvo hópa, annar fyrir byrjendur og hinn fyrir lengra komna. Verð á námskeiðið er 20.000kr.

Dagskráin á námskeiðið er svo hljóðandi:
Föstudagur 25. Apríl: kennsla/fyrirlestur allir þátttakendur í einum hópi kl. 18-20 í VetPlus salnum, Kirkjulundi 17 210 Garðabæ.

Laugardagur 26. Apríl: Verkleg utandyra kennsla/æfing með hundum. Hópur A kl. 10-12 og Hópur B kl. 13-15. Báðir hópar mæta í Sólheimakot.

Sunnudagur 27. Apríl: Verkleg utandyra kennsla/æfing með hundum. Hópur A kl. 10-12 og Hópur B kl. 13-15. Báðir hópar mæta í Sólheimakot

* Hægt er að óska eftir að sitja eingöngu fyrirlesturinn á föstudeginum. Verð 7.000kr.

Einnig verður sjálfstæður fyrirlestur um almenna þjálfun standandi fuglahunda, engar fjöldatakmarkanir verða á þann fyrirlestur. Verð á fyrirlesturinn er 3.000kr en þeir sem einnig skrá á námskeiðið fá aðgang á 1.500kr.

Laugardaginn 26. Apríl kl.18 og stendur í ca 2 klst haldið í VetPlus salunum Kirkjulundi 17 í Garðabæ.
Skráning fer fram á fuglahundadeildfhd@gmail.com og stendur til 22. Apríl. 

Vinsamlegast látið koma skýrt fram hvaða viðburð/i skráð er í og ef skráð er á námskeið hvort óskað sé eftir að vera í byrjenda hóp eða hóp fyrir lengra komna.

Vinsamlegast sendið staðfestingu fyrir greiðslu með skráinigu en greiða skal inn á reikning Fuglahundadeildar. 

Við fylgjumst með og látum vita ef fullt er orðið á námskeiðið.
Reikningsupplýsingar deildarinnar: 0536 - 04 - 761745
kennitala: 670309-0290

Vorstehdeild, DESÍ og FHD