Dagana 25.-27. Apríl 2025 mun Norski fuglahundadómarinn Alexander Kristiansen halda námskeið í sóknar vinnu. Námskeiðið verður hópa skipt fyrir lengra og styttra komna. Einnig verður hann með fyrirlestur óháðan námskeiðinu um almenna þjálfun fuglahunda.
Alexander er með dómararèttindi á heiði og sókn og hefur náð frábærum árangri með eigin hunda á veiðiprófum.
Alexander heldur úti heimasíðunni
www.webhunt.no og hér má sjá kynningu hans á fyrirlestrinum um almenna þjálfun fuglahunda.
Foredrag om trening av fuglehunder – webHunt
Viltu bæta orku og út hald smelltu á myndina til að sjá nánar
Hèr er einnig linkur á brot af því myndefni sem Alexander hefur framleitt
https://m.youtube.com/@alexanderkristiansen2459Takið dagana frá því þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref með fuglahund sem og þá sem lengra eru komnir og vilja auka við færni.
Frábært að fá námskeið í sækivinnu snemma að vori þá gefst nægur tími til að æfa vel með þeim verkfærum sem Alexander kemur með og mæta tilbúin í sækipróf sumarsins og veiði haustsins.
Nánari dagskrá og skráningar upplýsingar koma bráðlega.
Vorstehdeild, DESÍ og FHD
www.webhunt.no
Vetsalve frá VetPlus fyrir þófana