Fuglahundadeild mynd 2
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 8004682

Fréttir


MH heiðaprófi FHD 5. og 6. april

21.3.2025
Stækka mynd
Dómari í heiðaprófi FHD 5. og 6. april næstkomandi er Patrik Sjöström hann byrjaði að þjálfa og veiða með hundum 1984. Einnig byrjaði að hann taka þátt í sækiprófum með Meginlandshunda á sama tíma. Hann hefur ræktað hunda síðan árið 2000, Strýhærða Vorsteh og síðan snögghærða Vorsteh hunda ásamt konu sinni og heitir kennelið Trubadurens Kennel.

Hann hefur verið virkur meðlimur í SVK síðastliðin 34 ár og dómari síðan 2007. Hann hefur dæmt t.d. í Svíþjóð, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og víðar.

Minnum á að opið er fyrir skráingu.



Viltu bæta orku og úthald hundsins, smelltu á myndina hér að neðan










Prófstjórar: Atli Ómarsson, Gunnar K. Magnússon. 

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ þar sem hægt er að skrá sig símleiðis s:588 5255 og greiða með símgreiðslu. Einnig er hægt að millifæra inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249.

Ef greitt er með millifærslu þarf að koma fram nafn hunds í skýringu á færslunni ásamt því að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com.

Í tölvupóstinum þarf að koma fram:

Nafn eiganda

Nafn hunds

Ættbókanúmer

Nafn leiðanda

Prófnúmer:502503

Tilgreina þarf hvaða daga verið er að skrá í próf og í hvaða flokk, UF , Byrjenda flokk, OF eða Elitu.

SKRÁNING ER TIL HÁDEGIS 31. Mars

Verðskrá veiðiprófs:

Veiðipróf 1 dagur - 8.000 kr.

Veiðipróf 2ja daga - 11.900 kr.




Prófað verður í Byrjenda, UF, OF og Elite báða dagan.
Nánari upplýsingar varðandi skráningu síðar.