Nú söfnum við fyrir flugi dómara í vor og haust próf FHD og leitum við því til ykkar þátttakenda þar sem við erum með til sölu hágæðafóður en ágóðinn fer óskertur í flugmiða fyrir dómara.
Náttúrulega holla PLATINUM hundaþurrfóðrið er hveiti og glútein-frítt og inniheldur einungis hágæða hráefni sem einnig eru hæf til manneldis. Það er einnig laust við aukaefni, bragðefni, litarefni og bragðbæta.
Smellið á myndirnar til fá nánari upplýsingar um fóðrið.
En umfram allt er hundaþurrfóðrið framleitt úr minnst 70% fersku kjöti án viðbætts vatns – hægeldað í eigin safa – hentar tegundum af öllum gerðum og aldri.
Við bjóðum 5kg poka á 8,500 og blautfóðurs fernur 375gr á 820. Fóðri er upplagt sem fóður eitt og sér, fóður viðbót eða í skemmtilega afþreyingu með því að setja það inn sem verðlaun eða blautfóður í Kong og frysta.
Við bjóðum líka upp á að kaupa fóður úr PLATINUM VETACTIVE línunni sem henta vel þeim sem eru viðkvæmir í maga eða með einhverskonar óþol. Ásamt PLATINUM VETACTIVE light og senior fóðri fyrir eldri hunda.
Endilega kommetið á FB eða sendi okkur línu í tölvupósti FHD netfangið er fuglahundadeildfhd@gmail.com