Fuglahundadeild mynd 14
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7633137

Fréttir


Veiðinámskeið fyrir fuglahunda

14.8.2024
Stækka mynd
Veiðinámskeið fyrir fuglahunda, frábært tækifæri til leggja grunn að góðum veiðihundi.Síðustu forvöð að skrá sig á fuglahundanámskeið sem hefst 19. ágúst hjá Alberti. Frábær upphitun fyrir veiðina í haust!

Helstu efnistök:
Farið yfir stöðugleika í sitja og liggja, hælgöngu í móa og skotstöðugleiki. Inkall á flautu og flautustopp. Farið með hunda í fuglavinnu og unnið með stöðugleika við fugl og leit í móa. Hundi kennt að vera rólegur við uppflug og skot.

Grunnur lagður í að sækja og skila.

Fyrir alla fuglahunda frá 10 mánaða aldri. Hundur þarf að vera búinn með hvolpanámskeið.

Fjöldi skipta: 6
Tímalengd: 120 mín
Staðsetning: Upplýsingar koma frá þjálfara

Þjálfari: Albert Steingrímsson
Sjá nánar um skráningu á link hér fyrir neðan: