Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7358667

Fréttir


Vetplus gefur verðlaun í sækiprófi FHD 20-21. júlí

13.7.2024
Stækka mynd

Vetplus gefur vegleg verðlaun í sækiprófið 20-21, júlí.

Vetplus mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, besta hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og besta hund í Elítu flokki laugardag og sunnudag.

Bestu hundar í hverjum flokki munum fá  í  verðlaun frá Vetplus Vetsalve  og Coatex.

Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.






Coatex
Coatex EFA er stuðningur við húð og feldheilbrigði.


Húðin er stærsta líffæri líkamans og inniheldur Coatex blöndu af lykil innihaldsefnum sem styður við varnir og heilbrigði húðarinnar:

Omega 3 EFA (EPA og DHA) er unnið úr fiskiolíu og getur hjálpað við að draga úr bólgu í húðinni og stutt við heilsu keratinfruma.

Omega 6 EFA – línólsýra er mikilvægur þáttur í heilbrigðum keramíðlögum í hornlaginu og styður við varnir húðarinnar. Gamma línólinsýra getur hjálpað við að draga úr bólgum og vinnur samverkandi með omega 3 EFA. Þessi innihaldsefni eru fengin úr blöndu af hjólkrónuolíu (borage) og kvöldrósarolíu (evening primrose oil).

A,D og E vítamín – eru mikilvæg fituleysanleg vítamín sem hafa andoxunareiginleika og styðja við heilbrigða hornmyndun.

Coatex er fáanlega í gelatinhylkjum og einnig í loftlausri dælu. Mælt er með að gefa fitusýru fæðubótarefni í að minnsta kosti 8 vikur til að sjá hámarks ávinnig fyrir húðina.





VETSALVE

Vetsalve er einstakur áburður sem hjálpar við meðhöndlun á yfirborðssárum.

Hann inniheldur norska spruce ( Piacea abies) sem er resín unnið úr barrtrjám. Sannað hefur verið að Þetta náttúrulega efni hefur græðandi eiginleika og styður við meðhöndlun á sýktum og ósýktum sárum, bráða og krónískum sárum og fleiðrum.
Áburðurinn hjálpar til við að mynda þétt lag á yfirborði húðarinnar og veitir náttúruleg hamlandi áhrif á bakteríur og vissa sveppi.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þessa tiltekna resíns sem talið er að sé vegna örverueyðandi eiginleika þess, auk þess að vera æðamyndandi.

VETSALVE er ekki vatnsleysanlegur og leysist því ekki auðveldlega upp jafnvel við rakar aðstæður sem getur verið sérstaklega gagnlegt í sárum með mikla útferð.

Upplýsingar um hvernig á að skrá í prófið má finna hér Hvernig skrái ég í prófið