Fuglahundadeild mynd 2
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7358641

Fréttir


Skráningarfrestur í sækipróf FHD 20-21 júlí

9.7.2024
Stækka mynd

Skráning er hafin í sækipróf Fuglahundadeildar sem fram fer dagana 20.-21. júlí n.k. þar sem boðið verður upp á UF, OF og EL báða daga. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í sækiprófi samkvæmt norskum reglum eða eftir sænskum reglum fyrir meginlandshunda.



Dómari Dag Teien frá Svíþjóð.
Prófstjórar Arna Ólafsdóttir
Fulltrúi HRFÍ fyrir norskar reglur verður Unnur Unnsteinsdóttir
Prófsvæði verður auglýst síðar

Skráningarfrestur er til miðnættis, þriðjudagsins 16. júlí n.k.

Fuglahundadeild mun sjá um skráningu í prófið í samvinnu við HRFÍ.  Millifær skal inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249.

Nafn hunds þarf að koma fram í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com. Greiða þarf þátttökugjald samtímis og skráð er í próf til að skráning verði gild.
Einnig þarf að senda staðfestingu á greiðslu félagsgjalda á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com.



Í skráningunni þarf að koma fram : 

Nafn eiganda
Nafn hunds
Ættbókanúmer
Nafn leiðanda
Prófnúmer:  502407
Í hvaða flokk er skráð
Staðfesting á greiðslu þátttökugjalds. 

Veiðipróf - 7.630 kr.

Veiðipróf 2ja daga - 11.390 kr.

Einnig er hægt að skrá eingöngu í sækivottorðs próf. Gjaldskrá er sú sama og fyrir sækipróf. 

Staðfesting á greiðslu félagsgjalds.
 
Skráning skal send bæði á HRFI@HRFI.IS og Fuglahundadeildfhd@gmail.com