4.4.2025
Prófið verður sett báða daga við Sólheimakot kl.9
Ánægjulegt er að sjá hvað margir nýliðar hafa skráð sig til leiks og hlökkum við til að sjá þá.
Dómari:Patrik Sjöström Prófstjórar: Atli Ómarsson 660 2843, Gunnar K. Magnússon.
Hér er neðar í fréttinni er þátttökulistinn.
Leiðarlýsing sjá mynd hér fyrir neðan
|
3.4.2025
Þann 8. apríl verða kynntar breytingar á veiðiprófareglum fyrir tegundahóp 7, en breytingar hafa verið gerðar á bæði reglum fyrir standandi veiðihunda og meginlandshundareglum.
Breytingarnar varða inngangskafla reglnanna þar sem uppfærðir hafa verið skilmálar í kringum prófin, kaflinn um fulltrúa HRFÍ og prófstjóra. Megin hluti reglnanna stendur því óbreyttur, en markmið breytinganna eru að standa að samræmingu milli sporta, þar sem við á, uppfæra úrelta hluti og einfalda og skýra rammann fyrir þátttakendur og prófhaldara.
Kynningarkvöldið verður sem áður segir haldið 8. apríl n.k. í húsnæði félagsins að Melabraut 17 og hefst kl. 19:30.
|
3.4.2025
Þátttökulisti helgina 5-6. apríl, upplýsingar um prófsetningu koma síðar. Ánægjulegt er að sjá hvað margir nýliðar hafa skráð sig til leiks og hlökkum við til að sjá þá.
Dómari:Patrik Sjöström Prófstjórar: Atli Ómarsson, Gunnar K. Magnússon.
Hér er neðar í fréttinni er þátttökulistinn. Dýrafóður mun styrkja prófið með veglegum verðlauna sjá nánar á vef Fuglahundadeildar einnig má smella á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá lýsingu.
Bestu hundar hvorn dag laugar- og sunnudag og besti hundur helgarinnar fá glæsilegan vinninga frá Dýrafóður / Belcando. Nammi Bities og Belcando Finest Selection blautfóður nánari útlistun hér að neðan hægt er að smella á myndina hér að neðan til að fá lýsingu á vörunni og fara á vefinn dyrafodur.is
Nammi Bities smelltu á myndina til að sjá nánar um Bities
|
30.3.2025
Minnum á skráningarfrest í MH próf FHD helgina 5-6 apríl.
Fresturinn er til kl 12 á morgun mánudag 1. apríl. Dýrafóður/Belcando gefur verðlaun í MH prófiÐ |
27.3.2025
Dýrafóður/Belcando gefur verðlaun í MH prófi 5.-6. april
Bestu hundar hvorn dag laugar- og sunnudag og besti hundur helgarinnar fá glæsilegan vinninga frá Dýrafóður / Belcando. Nammi Bities og Belcando Finest Selection blautfóður nánari útlistun hér að neðan hægt er að smella á myndina hér að neaðn til að fá lýsingu á vörunni og fara vefinn dyrafodur.is
Nammi Bities smelltu á myndina til að sjá nánar um Bities
|
27.3.2025
Dagana 25.-27. Apríl 2025 mun Norski fuglahundadómarinn Alexander Kristiansen halda námskeið í sóknar vinnu. Námskeiðið verður hópa skipt fyrir lengra og styttra komna. Einnig verður hann með fyrirlestur óháðan námskeiðinu um almenna þjálfun fuglahunda. Alexander er með dómararèttindi á heiði og sókn og hefur náð frábærum árangri með eigin hunda á veiðiprófum. Alexander heldur úti heimasíðunni www.webhunt.no og hér má sjá kynningu hans á fyrirlestrinum um almenna þjálfun fuglahunda. Foredrag om trening av fuglehunder – webHunt
Viltu bæta orku og út hald smelltu á myndina til að sjá nánar
|
21.3.2025
Dómari í heiðaprófi FHD 5. og 6. april næstkomandi er Patrik Sjöström hann byrjaði að þjálfa og veiða með hundum 1984. Einnig byrjaði að hann taka þátt í sækiprófum með Meginlandshunda á sama tíma. Hann hefur ræktað hunda síðan árið 2000, Strýhærða Vorsteh og síðan snögghærða Vorsteh hunda ásamt konu sinni og heitir kennelið Trubadurens Kennel.
Hann hefur verið virkur meðlimur í SVK síðastliðin 34 ár og dómari síðan 2007. Hann hefur dæmt t.d. í Svíþjóð, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og víðar.
Minnum á að opið er fyrir skráingu.
|
9.3.2025
lottur árangur náðist í dag á öðrum degi Ellaprófs. Aftur lék veðrið við okkur sem er ekki alveg sjálfgefið á þessum árstíma. Tveir flokkar voru, Kjartan Lindböl dæmdi annan og Einar Kaldi hinn.
Prófstjórn var í höndum Örnu Ólafsdóttir og þökkum við henni fyrir frábæra vinnu um helgina. Einnig vorum við þess heiðurs aðnjótandi að stjórnarmenn og starfsmenn HRFÍ mættu og fylgdust með prófinu.
|
8.3.2025
Frábær dagur er að baki í góðu veðri, svokölluð BONGÓ blíða var í dag og snjóþekja yfir öllu. Meira hefði mátt vera af fugli en talvert var af tækifærum samt. 13 OF hundar tóku þátt í tveimur hópum. Einar Kaldi dæmdi annan hópinn og Kjartan Lindböl hinn hópinn. |
6.3.2025
Vetplus gefur vegleg verðlaun í Ellaprófinu 8-9. mars.
Vetplus mun gefa verðlaun fyrir besta unghund og besta hund í opnum flokki í Ellaprófinu laugardag og sunnudag.
Bestu hundar í hverjum flokki munu fá Vetsalve og Coatex.
VETSALVE
Vetsalve er einstakur áburður sem hjálpar við meðhöndlun á yfirborðssárum, tilvalið á sprungna þófa og önnur sár á vinnuhundum.
Hann inniheldur norska spruce ( Piacea abies) sem er resín unnið úr barrtrjám. Sannað hefur verið að Þetta náttúrulega efni hefur græðandi eiginleika og styður við meðhöndlun á sýktum og ósýktum sárum, bráða og krónískum sárum og fleiðrum. Áburðurinn hjálpar til við að mynda þétt lag á yfirborði húðarinnar og veitir náttúruleg hamlandi áhrif á bakteríur og vissa sveppi.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þessa tiltekna resíns sem talið er að sé vegna örverueyðandi eiginleika þess, auk þess að vera æðamyndandi.
VETSALVE er ekki vatnsleysanlegur og leysist því ekki auðveldlega upp jafnvel við rakar aðstæður sem getur verið sérstaklega gagnlegt í sárum með mikla útferð
|