Fuglahundadeild mynd 5
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7085929

Veiðiprófanefnd

1. Veiðiprófanefnd starfar í umboði stjórnar FHD. Hún ber ábyrgð á að framkvæmd veiðiprófa og keppna sé í samræmi við lög og reglur HRFÍ. Hún gerir tillögur til stjórnar FHD um:

a. Árlegan fjölda veiðiprófa í unghunda-, opnum- og keppnisflokki. Tillaga nefndarinnar miðist við almanaksárið (jan.-des).
b. Staðsetningu veiðiprófa, þ.e. í hvaða landshluta hvert próf fer fram (dæmi: nágrenni Reykjavíkur, Auðkúluheiði, Þingeyjarsýsla, Dalasýsla o.s.frv.)
c. Dagsetningu veiðiprófa og skiptingu þeirra í UF, OF og KF.
d. Dómara, einn eða fleiri fyrir hvert próf og fulltrúa HRFÍ.
e. Prófstjóra.

2. Veiðiprófanefnd annast um eftirtalda þætti veiðiprófa að fenginni beiðni stjórnar FHD þar um:

a. Útvegun gistingar o.þ.h. fyrir erlenda dómara, skv. nánari ákvörðun stjórnar FHD.
b. Útvegun bráðar fyrir alhliða- og vettvangspróf.
c. Sjá um að öll gögn fyrir dómara séu í lagi og að koma þeim til HRFÍ að prófi loknu. Koma upplýsingum um niðurstöðu prófa í viðeigandi gagnagrunn og á heimasíðu FHD.