Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7085596

Veiðipróf


Deila
Veiðipróf

Hlutverk Fuglahundadeildar er m.a. að halda veiðipróf fyrir fuglahunda til að meta og staðfesta veiðigetu hunda með tilliti til ræktunar. Hlutverk deildarinnar er einnig að leggja grunn að markvissri hundarækt með hlutlægu og ábyrgu vali á ræktunardýrum og pörun þeirra m.a. með því að stuðla að þátttöku meðlima deildarinnar á hundasýningum, í veiðiprófum sem og læknisskoðunum á hundum í leit að arfgengum sjúkdómum.

Markviss ræktun standandi fuglahunda hefur þann megintilgang að tryggja hvolpakaupendum framtíðarinnar mjög góða rjúpnaveiðihunda, með gott skaplyndi, án arfgengra sjúkdóma eða erfðagalla og með líkamsbyggingu sem hentar vinnu þeirra og samræmist ræktunarstaðli fyrir viðkomandi hundakyn