Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7197410

Fréttir


Vörur VetPlus eru nú fáanlegar á íslandi

28.2.2024
Stækka mynd
Vörur frá breska fyrirtækinu VetPlus eru nú í fyrsta skipti fáanlegar á íslandi. Umboðsaðili VetPlus á íslandi er styrktaraðili Fuglahundadeildar.

VetPlus í Bretlandi hefur framleitt hágæða fæðubótarefni fyrir gæludýr frá árinu 1998 og
hefur því yfir 25 ára reynslu á þessu sviði og leggur mikinn metnað í að gæði VetPlus séu í
fremsta flokki í heiminum þegar kemur að fæðubótarefnum fyrir dýr. Í veksmiðju VetPlus í Bretlandi eru allir framleiðsluferlar undir ströngu gæðaeftirliti, þeir nota eingöngu besta mögulega hráefni og eru allar vörur framleiddar eftir GMP stöðlum (Good Manufacturing Protocall).



Á þessum 25 árum hefur vörulínan vaxið í frábært úrval fæðubótarefna sem styður við heilsu gæludýra
nánast á öllum sviðum. Þekktast er e.t.v liðbætiefnið SYNOQUIN og meltingarbætiefnið
PROMAX.





VetPlus vörurnar eru nú fáanlegar í yfir 30 löndum og mæla fleiri og fleiri dýralæknar með fæðubótarefnum frá VetPlus. Við erum stollt af því að bjóða nú gæludýraeigendum á Íslandi tækifæri á að kaupa þessar vörur í gegnum dýralækninn sinn og höfum við þegar hafið sölu á sjö af 26 vörutegundum VetPlus til sölu með von um að auka úrvalið í alla vörulínuna þeirra með tíð og tíma.



Aktivate er nýjasta viðbótin í vöruúrvalið okkar frá VetPlus.

Aktivate er ætlað til stuðnings fyrir starfssemi og heilbrigði heilans hjá eldri hundum og köttum. Allt að 75% eldri hunda sýna eitt eða fleiri einkenni atferlisbreytinga sem samræmast hnignun á vitsmunalegri starfssemi. Ástæður fyrir þessari hningnun er yfirleitt rýrnun á heilavef sem gersist m.a. vegna oxunarálags, skerðingar á blóðflæði til heilans, amyloid útfellinga eins og sést hjá fólki sem hefur verið greint með Alzheimer sjúkdóminn og aðrar ósértækar breytingar. Þetta er ólæknandi hrörnunarástand og felst meðhöndlun í að reyna að viðhalda lífsgæðum dýranna og til þess þarf að nota fjölþætta nálgun.

Aktivate inniheldur einstaka blöndu af andoxunarefnum og öðrum efnum sem styðja við heilann, styður við taugafrumur, hjálpar við bólgur, styður við heilbrigði hvatbera, andoxunarefna viðbót og dregur úr amyloid útfellingum.

Aktivate nýtur mikilla vinsælda í Evrópu, m.a í Belgíu, þar sem farið að nota það í auknu mæli hjá agility- og sýningarhundum á öllum aldri þar sem margir hundaeigendur vilja meina að eftir inntöku á Aktivate í 3-8 vikur séu hundarnir einbeittari og vinni betur.

Þær vörur sem við höfum þegar tekið í sölu eru:

SYNOQUIN - Bætiefni fyrir liði.
PROMAX - Stuðningur við þarma og ónæmiskerfið
COMPLIVIT - Orkumikið og vítamínríkt bætiefni
CYSTAID - Fæðubótarefni sem styður við blöðruheilbrigði hjá köttum
KAMINOX - Fæðubótarefni sem er ríkt í kalíum
FIBOR - Trefjaríkt fæðubótarefni
CALMEX - Fæðubótarefni sem stuðlar að minni streitu og kvíða
Aktivate - Styðja við heilann, styður við taugafrumur, hjálpar við bólgur.

Nánari upplýsingar má fá hjá innfytjanda VetPlus á Íslandi.

Fjölráð ehf. (umboðsaðili VetPlus á Íslandi).

Kirkjulundi 17, 210 Garðab. 
www.vetplus.co.uk 
fjolrad@fjolrad.is