Veiðipróf FHD verður haldið helgina 6. – 7. mars. Prófið er gjarnan nefnt Ella-prófið í minningu Erlends heitins Jónssonar.
Skráningarfrest lýkur sunnudaginn 28. febrúar, á miðnætti.
Dómarar verða Pétur Alan Guðmundsson og Svafar Ragnarsson. Dómaranemi er Einar Örn Rafnsson. Fulltrúi HRFÍ er Pétur Alan Guðmundsson.
Prófið verður sett báða dagana í Sólheimakoti kl 9:00
Styrktaraðilar eru: Dýrheimar Royal Canin
Prófað verður í unguhunda- og opnum flokk. Leiðendur koma með eigin rjúpu.
Skráning í prófið:
Skráning í prófið fer fram áskrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er mánudaga-föstudags frá kl.10-15.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra á reikning félagsins. Munið að senda kvittun á hrfi@hrfi.is og prófstjóra jon@aberandi.is .
Sími skrifstofu HRFÍ er 588-5255.
Reikningsupplýsingar HRFÍ erueftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249
Þátttökugjald fyrir 1 dag er 6.400.- 2 daga er 9.600.-
Prófstjórar eru Viðar Örn Atlason 690 8432 og Jón Ásgeir Einarsson 694 5441.
Tiltaka verður við skráningu:
Veiðiprófsnúmer: 502101
Ættbókarnúmer hunds.
Eigandi hunds.
Nafn leiðanda.
Í hvaða flokk er verið að skrá og hvaða dag.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild.
Þátttakendur þurfa sjálfir að koma með sína rjúpu í prófið.