Fuglahundadeild mynd 14
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 4243652

Fréttir


Dómarakynning Bard-Helge Johansen

13.4.2019
Stækka mynd

Ég hef stundað rjúpnaveiðar ásamt vinum og hundum síðan ég var 16 ára gamall.  Eignaðist minn fyrsta hund árið 2000 sem var strýhærður Vorsteh.  Síðan þá höfum við konan átt samtals sjö hunda, ýmist snögghærða eða strýhærða Vorsteh.  Í dag eigum við tvo hunda, strýhærðan Vorsteh Ruggugglans Lottu sem er níu ára og snögghærðan Vorsteh Rugdelias Embrik sem er fjögurra ára.  Við veiðum aðalega fjalla- og skógarjúpur.

Ég varð veiðihundadómari árið 2010, síðan þá hef ég dæmt u.þ.b. 150 daga. Árið 2015 aflaði ég mér tilskilinna leyfa til að dæma sóknarpróf.  Ég hef dæmt í öllum flokkum og nokkrum sinnum á stórum prófum t.d. SVK í Kiruna og í haust mun ég dæma á NM skógarprufunni.