Fuglahundadeild mynd 3
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 3755544

Fréttir


Opnað fyrir skráningu í Áfangafellsprófið !

4.9.2017
Stækka mynd
Nú styttist í Royal Caninprófið/Áfangafellsprófið margrómaða sem haldið er á heiðunum við Blöndulón. Prófið er víðfrægt fyrir töluvert magn af rjúpu, frábært einkunnahlutfall og skemmtilega samveru.

Royal Caninprófið verður haldið dagana 22. – 24. september. Dómarar verða Per Tufte og Pål Aasberg frá Noregi og Svafar Ragnarsson. Kynning á Per og Pål kemur innan skamms á heimasíðu FHD.

Dagskrá alla dagana, 22. – 24. sept er eftirfarandi:
UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) - OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára) og KF/Keppnisflokkur (hundar sem náð hafa 1. einkunn í OF). Áætlað er að á föstudeginum 22. september muni Per Tufte dæma blandaðan uh/of og Pål Aasberg og Svafar Ragnarsson dæma keppnisflokk, á laugardeginum 23. september muni Pål Aasberg dæma uh/of og Per Tufte og Svafar Ragnarsson dæma keppnisflokk og síðan á sunnudeginum 24. september muni Svafar Ragnarsson dæma uh/of og Per Tufte og Pål Aasberg dæma keppnisflokkinn.
Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 eða í síma 588-5255 (opið kl. 10-15) og er síðasti skráningardagur 13. september.
Prófnúmer er 501708 og fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson.
Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer.
Tiltakið ættbókarnúmer og nafn hunds sem og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í.
Verð fyrir einn dag er 5000,-, tvo daga 7500,- og þrjá daga 10,000,-
Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 13. september.
Prófstjórar eru Unnur s: 866 7055 og Guðbjörg s: 863 8062

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu hunda í hverjum flokk alla dagana og besti hundur prófsins í hverjum flokk fær sérstök verðlaun.

Mjög góð aðstaða er í Áfangaskálanum, stór stofa og borðstofa, fullkomið eldhús, nýendurgerðar sturtur og heitur pottur.
Stefnt er að því að tveir verði saman í herbergi. Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum. Sameiginlegur matur verður laugardagskvöldið þar sem allir hjálpast að. Einhverjir koma mögulega með hjól- fellihýsi og er vægt gjald fyrir aðstöðuna í skálanum. Fólksbílafæri er á svæðið. Aðrir gistimöguleikar eru Hveravellir, Stóra Giljá og Blönduós.
Panta verður gistingu í skálana fyrir 13. september og er reglan fyrstir koma, fyrstir fá. Gisting er pöntuð hjá Unni í unnur.unnsteins@gmail.com og þarf að staðfesta með fullri greiðslu eigi síðar en 13. september. Gistigjald er áætlað kr. 14.000.- fyrir þrjár nætur og er óendurkræft en framseljanlegt til annarra. Skráning í gistingu telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Ath. takmarkaður fjöldi kemst í skálann og reynt verður að takmarka við tvo í herbergi sé þess kostur.
Greiða skal inn á reikning Fuglahundadeildar 0536-04-761745 kt.670309-0290 og staðfesting send á unnur.unnsteins@gmail.com.
Setjið í útskýringu fyrir hvern er verið að skrá. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Styrktaraðilar eru Dýrheimar sem selja Royal Canin fóðrið og fleiri.
Hafi menn áhuga á að sameinast í bíla bæði til að spara eldsneytiskostnað og fá félagsskap er mönnum bent á að hafa samband við prófstjóra. Skráning í prófið sjálft fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ (sjá nánar á www.hrfi.is) .
Þetta er viðburður sem enginn vill láta fram hjá sér fara!
Birt með fyrirvara um óviðráðanlegar breytingar.