Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7154691

Fréttir


Kaldapróf FHD

10.5.2017
Stækka mynd
Einkunnahafar 6. maí ásamt dómurum
Kaldapróf FHD fór fram helgina 5 - 7 maí í frábæru veðri (svona að mestu) og í góðum félagsskap.  Dómarar prófsins voru Sigmund Nyborg og Robert Gill frá Noregi og Guðjón Arinbjörnsson frá Íslandi, fulltrúi HRFÍ var Guðjón Arinbjörnsson og prófstjórar Unnur A. Unnsteinsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir.  Prófstjórar nutu góðrar hjálpar fuglahundamanna að norðan við ráðleggingar um prófsvæði og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir.
Á föstudeginum var prófað í opnum flokki og keppnisflokki en unghundaflokkur féll niður þar sem næg þátttaka náðist ekki.  

Sigmund Nyborg prófaði opinn flokk og urðu úrslit þannig : 

Húsavíkur Kvika (Enskur Setter) fékk 3. einkunn
Veiðimela Gló (Snögghærður Vorsteh) fékk 3. einkunn
Veiðimela Karri (Snögghærður Vorsteh) fékk 1. einkunn og varð bestur í flokki

Róbert Gill og Guðjón Arinbjörnsson dæmdu keppnisflokk og urðu úrslit þannig :

Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Snögghærður Vorsteh) varð í 2. sæti 
Hafrafells Hera (Enskur Setter) varð í 1. sæti og best í keppnisflokki

Um kvöldið fór hópurinn í Kaldaverksmiðjuna á Árskógssandi, fræddist um bjórframleiðslu, smakkaði framleiðsluna og skemmti sér hið besta. 

Á laugardeginum var prófað í blönduðum unghunda og opnum flokki og í keppnisflokki.  

Robert Gill dæmdi blandaða flokkinn og urðu úrslit þannig : 

Enginn hundur náði einkunn í unghundaflokki en í opnum flokki fóru leikar þannig :

Veiðimela Jökull (Snögghærður Vorsteh) fékk 3. einkunn
Veiðmela Gló (Snögghærður Vorsteh) fékk 2. einkunn
Veiðmela Karri (Snögghærður Vorsteh) fékk 2. einkunn
Hafrafells Askja (Enskur Setter) fékk 2. einkunn og varð best í flokki

Sigmund Nyborg og Guðjón Arinbjörnsson dæmdu keppnisflokk og úrslitin urðu : 

Fóellu Kolka (Breton) 4. sæti
Munkefjellets Mjöll (Strýhærður Vorsteh) 3. sæti
Heiðnabergs Gleipir von Greif (Snögghærður Vorsteh) 2. sæti
Fjallatinda Alfa (Snögghærður Vorsteh) 1. sæti og besti hundur í keppnisflokki

Farandgripurinn Karri kaldi var veittur þeim hundi sem á flestar fuglavinnur og fær flest stig í unghunda og opnum flokki og annað árið í röð rataði bikarinn til nafna hans Veiðimela Karra. 

Síðasta daginn, eða á sunnudeginum var aftur prófað í öllum flokkum og unghunda og opinn flokkur í blönduðum flokki sem Guðjón Arinbjörnsson dæmdi.  Úrslitin fóru svona : 

Unghundaflokkur :
Bylur (Breton) 1. einkunn og besti hundur í flokki

Opinn flokkur : 
ISShCh C.I.E. RW-15 NLW-15 Loki (Ungversk Vizsla) 3. einkunn
Veiðimela Gló (Snögghærður Vorsteh) 1. einkunn og best í flokki

Robert Gill og Sigmund Nyborg dæmdu keppnisflokk og einn hundur náði sæti en Heiðnabergs Gleipnir von Greif nældi sér í 1. sæti í keppnisflokki en prófsvæðið var mjög erfitt fyrir hundana.  

Við óskum öllum einkunna- og sætishöfum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum þátttakendum og dómurunum fyrir skemmtilega helgi í góðum félagsskap og fallegu umhverfi.  Þá má ekki gleyma að þakka styrktaraðilum okkar Kalda verksmiðjunni, Dýrheimum umboðsaðila Royal Canin á Íslandi, Vesturröst, Ölgerðinni sem gaf Johnnie Walker whiskey og Baileys likjör í verðlaun og Melabúðinni fyrir þeirra veglega framlag til sportsins.