Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7154558

Fréttir


Ellaprófið 2017 !

19.3.2017
Stækka mynd
Farandgripurinn Náttúrubarnið og Elli heitinn
Vegna þess hve fá próf eru í vor ákvað stjórn FHD að sækja um undanþágu til að halda heiðapróf næstkomandi laugardag 25. mars.  Próf þetta var á upprunanlegri prófadagskrá deildarinnar, en var fellt niður að beiðni stjórnar HRFÍ.  Nú hins vegar hefur heildarprófadagskrá tegundahóps 7 breyst og kominn grundvöllur fyrir því aftur.  Prófið er haldið í samvinnu við Írsk Setterdeild.

Þannig að Ellaprófið verður haldið laugardaginn 25. mars í nágrenni Reykjavíkur.  Dómari prófsins og fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson og prófstjóri Einar Örn Rafnsson, einungis verður prófað í opnum flokki.

Besti hundur í opnum flokki hlýtur til varðveislu í eitt ár Ellastyttuna "Náttúrubarnið" sem gefin var af vinum Erlends heitins Jónssonar fuglahundadómara sem lést fyrir aldur fram.

Opnað verður fyrir skráningu í prófið um leið og skrifstofa HRFÍ opnar á morgun, mánudaginn 20. mars og verður hægt að skrá til loka miðvikudags.  Prófið ber númerið 501701 og þarf að taka það fram við skráningu.  Okkur er ljóst að skammur fyrirvari er á þessu prófi en við vonum að sem flestir sem eiga hunda í prófformi taki þátt.  

Einar Örn prófstjóri prófsins (s: 864 2294) gefur allar frekari upplýsingar um prófið.