Fuglahundadeild mynd 7
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7704004

Fréttir


Síðasti skráningardagur í sækipróf 6. - 7. ágúst

25.7.2016
Stækka mynd
Í kvöld er síðasti skráningardagur í næsta stóra viðburð FHD en það er sækiprófið sem haldið verður helgina 6. - 7. ágúst hér á suðvesturhorninu.   Skráningafrestur rennur út núna á miðnætti á miðvikudag 27. júlí.  Þar sem skrifstofa HRFÍ er lokuð þessa vikuna þarf að senda afrit af öllum skráningum á netfang fuglahundadeildar : fuglahundadeildfhd@gmail.com , eins þarf að senda afrit til deildarinnar af greiðslum.  Þeir sem þegar eru búnir að skrá á prófið mega gjarnan senda póst á FHD þess efnis.  

Dómari prófsins er Gunnar Gundersen
Prófstjóri prófsins er : Lárus Eggertsson
Utanumhald prófsins fyrir hönd FHD er í höndum Unnar A Unnsteinsdóttur

Hér er smákynning á Gunnari : 

Gunnar Gundersen er einn virkasti fuglahundamaður Noregs, hann er búinn að eiga Vorsteh frá 1970 og varð fuglahundadómari 1986.  Hann hefur réttindi til að dæma eftirleitarpróf, fuglahundapróf og samsett próf(sækja/skila próf). Hann hefur þjálfað hunda í hundaskóla í Noregi og kom meðal annars til Íslands 2014 og hélt hér, ásamt konu sinni Bjørg Elisabet Flaata (sem einnig er fuglahundaþjálfari) vel sótt námskeið um sækivinnu og spor.  Hann er mjög aktívur veiðimaður og  dómari og tekur sjálfur þátt í veiðiprófum.  Gunnar hefur verið formaður NPK og NVK.


Með skráningunni þarf að fylgja greiðsla í prófið.

Bankanúmer er : 515 26 707729 og kennitala : 680481-0249, vinsamlega munið að senda tilkynningu um greiðslu á hrfi@hrfi.is og 
fuglahundadeildfhd@gmail.com 

Einnig er hægt að greiða með kreditkorti en þá þarf að gefa upp kortanúmer, gildistíma og 3 stafa öryggisnúmer, þessar upplýsingar þurfa að koma með skráningunni.

Í skráningu þarf að tiltaka : prófnúmer (501606) ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda og í hvaða flokk á að skrá.

Þátttökugjald er
1 dagur : 4800
2 dagar : 7400