Heimaland: England.
Stærð: Rakki 63-69 cm á herðakamb, tík 61-66 cm.
Litur: Pointerinn er yfirleitt flekkóttur en einlitt er þó til. Algengustu
litir eru gul/hvítt og svart/hvítt en einnig er til dökkbrúnt/hvítt.
Pointerinn hefur löngum verið talinn „Rolls Royce“ fuglahundanna
og víst er að enginn fuglahundur hefur eins tígulega yfirferð og fallegri
stand en pointer. Hægt er að rekja sögu hans til 1500 en fyrstu hundarnir
eru taldir hafa komið frá Spáni 1713.
Það var þó ekki fyrr en um aldamótin 1900 sem ræktandinn William
Arkwright tók pointerinn upp á arma sína og er hann talinn af mörgum
frumherji ræktunar á tegundinni eins og hún er nú. Pointerinn náði strax
miklum vinsældum og var aðallega leikfang aðalsmanna enda ekki á
hvers manns færi að eignast pointer í þá daga.
Fyrsti pointerinn kom til Íslands frá Svíþjóð árið 1995 og var það INTUCH ISCH ISVCH Jo-Kjells Mysa (Nella).
Stofninn hér á landi er ekki stór en fjölmargir einstaklingar hafa sannað
sig á sýningum og í veiðiprófum. Þá er tegundin mjög fjölskylduvæn
en þarf eins og aðrir fuglahundar sína hreyfingu.
Nánari upplýsingar um tegundina og væntanleg got gefur Haukur Reynisson tengiliður HRFÍ. 896-0685 thr.crew@icelandair.is