1. Fræðslu- og gönguefnd starfar í umboði stjórnar FHD sem skipar í nefndina. Verkefni fræðslu-, og göngunefndar eru þessi:
a. Að annast um fræðslu til meðlima deildarinnar um þjálfun og fuglaveiðar með veiðihundum. Sérstaka áherslu ber að leggja á að vekja áhuga nýliða á þjálfun og veiðum með fuglahundum.
b. Að skipuleggja og hafa umsjón með “opnum húsum” í Sólheimakoti á vegum deildarinnar.
c. Að skipuleggja og manna þjálfunargöngur á vegum FHD, gjarnan í tengslum við “opin hús” í Sólheimakoti.
d. Sérstaka áherslu ber nefndinni að leggja á þátttöku nýliða í slíkum göngum.
e. Að auglýsa þjálfunargöngur á heimasíðu deildarinnar og vekja aðra þá athygli á málefninu sem nefndin telur nauðsynlega til þess að stuðla að aukinni nýliðun.
f. Að gera tillögur um gerð og birtingu fræðsluefnis um þjálfun og veiðar með fuglahundum eftir því sem við á, sem og að stuðla að bættri þekkingu, t.d. með því að halda fyrirlestra með innlendum og erlendum sérfræðingum á þessu sviði.