Opnað hefur verið fyrir skráningu í Ellaprófið
Fuglahundadeild heldur fyrsta próf ársins, Ellaprófið helgina 8. – 9. Mars. Prófið er nefnt eftir Erlendi Jónssyni fuglahundadómara.
Prófað verður í unghundaflokki og opnum flokki báða dagana.
Prófið mun fara fram í nágrenni höfuðborgasvæðisins. Upplýsingar um staðsetningu prófsetningar kemur síðar. Styttan „Náttúrubarnið“ verður veitt besta hundi í opnum flokki yfir helgina.
Dómari: Kjartan Lindbøl (norskur en búsettur á Íslandi). Ef skráning er góð mun Einar Kaldi einnig dæma.
Fulltrúi HRFÍ: Einar Kaldi Örn Rafnsson
Prófstjóri: Arna Ólafsdóttir (8671740)
Skráning í prófið:
Á skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í
588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFÍ á reikning
515-26-707729, Kennitala
680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502501 í skýringu á færslunni ásamt því að senda afrit greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com
Veiðipróf 1 dagur - 8.000 kr.
Veiðipróf 2ja daga - 11.900 kr.
Við skráningu þurfa eftrirfarandi upplýsingar að koma fram:
• Nafn eiganda
• Nafn hunds
• Ættbókarnúmer
• Nafn leiðanda
• Hvaða flokk er skráð í (UF/OF)
• Hvaða dag/a á að taka þátt
• Prófnúmer 502501
Til ykkar sem eruð að æfa á svæðunum í kring þá væri vel þegið ef þið gætuð komið ábendingum um álitlegt prófsvæði á prófstjóra (Örnu 8671740). Eins má hafa samband við prófstjóra með spurningar varðandi skráningu/þátttöku.
Vinsamlegast athugið að síðasti skráningardagur er til miðnættis sunnudaginn 2.mars.