Árangur helgarinnar og einkunnir

Stækka mynd

Árangur á sækiprófi FHD 20-21. Júlí
FHD þakkar öllum þátttakendum , starfsmönnum og styrktaraðilum Vetplus og Platinum fyrir frábærlega vel heppnaða helgi.

Árangur á sækiprófi FHD 20. Júlí


Frábær dagur í blíðskapar veðri og góður árangur náðist á marga hunda.

Þetta var sögulegur dagur því í fyrsta skipti hérlendis var skráður hundur í elítuflokk sem þurfti að leysa þrautir eftir erfiðleikastuðli 3 skv meginlandsreglum.

Því var í fyrsta skipti lagður ferningur (50x50m ferningslaga svæði með fjórum mismunandi bráðum á og þar af eitt rándýr (minkur í dag), leiðandi stendur á ákveðnum stað á meðan hundur sækir innan fernings.

Vatnavinnan fór þannig fram að hundur var sendur í blinda 50m sókn í vatn (hundur sá ekki kast og ekki var skotið) þegar hundur er á leið í land með fyrsta fugl er skotið og öðrum fugli kastað til hliðar við hundinn en hundur þarf að klára fystu sóknina áður en lagt er af stað í seinni sóknina.

Sporið er 300m langt og bráðin þarf að vera 3,5-7kg.

Watereagons Engel/Rex leysti þetta allt saman af stakri snilld og skilaði risa stórri grágæs ca 4,5Kg úr þessu 300m langa spori, gæsin var einnig ein af 4 bráðum í ferningnum.

Watereagons Engel, Rex

Dómarar voru Dag Teien og Unnur Unnsteinsdóttir nemi í sænskum meginlandshundareglum.

Eftirfarandi árangur náðist í 20. júlí

Meginlandspróf
Opinn flokkur
Ljósufjalla Heiða, vatn 10, spor 10 BHP
Ice Artemis Skuggi, vatn 7, spor 10. .2.einkunn í Meginlandshundaprófi
Vinarminnis Móa, vatn 7, spor 10. 2.einkunn í Meginlandshundaprófi

Heiða

Elítu flokkur
Watereagons Engel, vatn 10, ferningur 9, spor 10 BHP.  2.einkunn í Meginlandshundaprófi
Ice Artemis Aríel, vatn 10, spor 10. 1.einkunn í Meginlandshundaprófi
Arkenstone með allt á hreinu, vatn 9, spor 5.  2.einkunn í Meginlandshundaprófi

Watereagons Engel/Rex hundur helgarinnar

Norskt próf
Opinn flokkur
Ice Artemis Katla, spor 10, vatn 7, sókn 10, 2. einkunn BHP

 
Katla


Hluti af þátttakendum á laugardegi





Eftirfarandi árangur náðist 21. Júlí

Meginlandspróf
Opinn flokkur
Ice Artemis Brún, vatn 10, spor 10 BHP. 1.einkunn í Meginlandshundaprófi
Vinarminnis Grimmhildur Grámann, vatn 7, spor 8

Brún

Elítu flokkur
Ice Artemis Aríel, vatn 10, spor 10 BHP. 1.einkunn í Meginlandshundaprófi
Watereagons Engel/Rex, vatn 10, ferningur 9, spor 10 (besti FHD hundur helgar). 2.einkunn í Meginlandshundaprófi

Ariel

Norskt próf
Opinn flokkur
Ice Artemis Skuggi, vatn 10, sókn 10, spor 10. 1. Einkunn BHP
Ljósufjalla Heiða, vatn 10, sókn 10, spor 10. 1. Einkunn
Ice Artemis Katla, vatn 4, spor 9, sókn 9. 3. einkunn

Skuggi


Hluti þátttakenda á sunnudegi


Rex tekur sporið


Skuggi tekur sporið


Spora gæsin stóra


Kleifarvatn




Bestu þakkir Dag Teien og Unnur Unnsteinsdóttir

Fuglahundadeild þakkar styrktaraðilunum Vetplus og Platnium fyrir glæsileg verðlaun um helgina.