Stækka mynd

Fuglahundadeild

Fuglahundadeild HRFÍ var stofnuð árið 2006 með sameiningu Veiðihundadeildar HRFÍ, Deildar enska setans og Úrvalsdeildar HRFÍ. Markmið deildarinnar er að efla starfsemi og vinnu með standandi fuglahunda, upplýsa og miðla þekkingu á veiðieiginleikum einstakra hundakynja og viðurkenndum aðferðum við þjálfun þeirra.

Fuglahundadeild er safndeild nokkura tegunda innan tegundahóps 7 en deildinni tilheyra eftirfarandi tegundir: Breton, Bracco Italiano, Enskur Pointer, Gordon Setter, Korthals Griffon, Pudelpointer, Vizsla og Weimaraner. 


Til þess að ná markmiðum sínum skal FHD:

• halda fyrirlestra og námskeið með viðurkenndum leiðbeinendum
• halda veiðipróf til að meta hæfni og getu hunda með tilliti til ræktunar
• halda viðurkenndar veiðikeppnir
• fylgjast með og upplýsa um veiðihundastarfsemi í öðrum löndum FCI

Stjórn HRFÍ setur ræktunardeildum starfsreglur.

Starfsreglur ræktunardeilda HRFÍ má nálgast hér.

Netfang FHD : fuglahundadeildfhd@gmail.com
Reikningsupplýsingar deildarinnar: 0536 - 04 - 761745 
kennitala: 670309-0290


Sími HRFÍ: 588 5255        FAX HRFÍ: 588 5269        Tölvupóstur: hrfi@hrfi.is


Póstfang: Síðumúla 15, 105 Reykjavík