Skráning er hafin í sækipróf Fuglahundadeildar sem fram fer dagana 22.-23. júlí n.k. þar sem boðið verður upp á UF, OF og EL báða daga. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í hefðbundnu sækiprófi samkvæmt norsk/íslenskum reglum eða eftir reglum fyrir meginlandshunda.
Dómari Dag Teien frá Svíþjóð.
Prófstjórar Haukur Reynisson og Kristín Jónasdóttir
Fulltrúi HRFÍ Guðni Stefnánsson.
Prófsvæði: Sólheimakot og nágrenni.
Skráningarfrestur er til miðnættis, þriðjudagsins 18. júlí n.k.
Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ þar sem hægt er skrá sig símleiðis í s.588 5255 og greiða með símgreiðslu. Einnig er hægt að millifæra inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249.
Ef greitt er með millifærslu þarf að koma fram nafn hunds í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com. Greiða þarf þátttökugjald samtímis og skráð er í próf til að skráning verði gild.
Við skráningur þarf að koma fram:
Nafn eiganda
Nafn leiðanda
Nafn hunds
Ættbókanúmer
Prófnúmer: 502307
Taka fram OF eða UF og hvort skráð er í hefðbundið sækipróf eða meginlandshundapróf og hvaða daga. Hægt er að skrá annan daginn í hefðbundið sóknarpróf og hinn daginn í meginlandshundapróf.
Verðskrá:
Veiðipróf einn dagur 7.100 kr.
Veiðipróf 2ja daga 10.600 kr.
Dag Teien er virtur norskur dómari sem hefur búið um nokkurra ára skeið í Svíþjóð. Hann hefur mikla reynslu sem dómari og hefur dæmt víða um evrópu og á norðurlöndunum. Dag Teien hefur ræktað Vorsteh hunda undir ræktunarnafninu Teiens Kennel. Dag hefur einnig dæmt nokkur próf áður á íslandi og haldið námskeið og fyrirlestra tengt meginlandshundaprófum.