Nú styttist óðum í hápunkt vorprófa FHD Kaldaprófið sem hefur verið gríðarlega vinsælt frá því að það hóf göngu sína árið 2009.
Kaldaprófið verður haldið 8-10. maí og stefnt er að því að halda Unghunda-, Opinn- og Keppnisflokk alla dagana þ.e. föstudag, laugardag og sunnudag.
Skráningafrestur er til hádegis fimmtudaginn 30. apríl.
Kaldaprófið hefur verið rómað fyrir skemmtileg prófsvæði á norðlensku heiðunum við Eyjafjörðinn og allt að Mývatni og samheldinn hóp sem tekur þátt í að gera prófið að því sem það er í dag. Það hefur yfirleitt verið töluvert magn af fugli á svæðinu sem bæði hefur reynt á menn og hunda.
Þar sem þetta hefur verið eitt vinsælasta prófið ætlum við að reyna að bjóða upp á þétta dagsskrá þar sem boðið verður upp á UF, OF og KF alla þrjá dagana ef nægileg þátttaka næst. Þetta er nýbreytni af hálfu deildarinnar og hugsanlegt að ekki náist næg skráning í alla flokka alla daga. Deildin áskilur sér þann rétt að bjóða upp á að skráningar séu fluttar á milli flokka, flokkur felldur niður, skráningargjald endurgreitt eða skráningagjald verði flutt á annað próf.
Dómarar prófsins verða þrír, þeir Øystein Heggelund Dahl frá Noregi (kynning væntanleg), Svein Oddvar Hansen frá Noregi (kynning væntanleg) og Svafar Ragnarsson, sem jafnframt er fulltrúi HRFÍ í prófinu.
Með fyrirvara um breytingu miðað við skráningu þá raðast dómarar á eftirfarandi hátt föstud: of/uf erlendur kf isl og erlendur. Laugard: of/uf erlendur kf isl og erlendur sunnud: of/uf isl kf erlendur og erlendur.
FHD hefur fengið til afnota stóra húsið að
Ytri Vík sem er stutt frá Árskógssandi ásamt tveim bústöðum.
Stóra húsið tekur 16 manns í gistingu. Þar er gott eldhús, stór matsalur og setustofa. Í kjallaranum er gufa og aðstaða til að þurrka blaut föt og skó, einnig er stór heitur pottur eða kannski frekar má segja lítil sundlaug við húsið.
Bústaðirnir eru 4-6 manna og eru þeir með tveimur herbergjum og svefnlofti, eldhúsi og stofu og auk þess er heitur pottur við þá líka. Hundarnir fá að vera inni á herbergjum í búrum og alls ekki lausir utandyra.
Hvetjum við alla til að halda hópinn og panta gistingu að Ytri Vík, svo að kostnaður haldist í lágmarki og stemmningin og samheldnin haldist sem best.
Á föstudagskvöldinu að loknu prófi verður farið í heimsókn í hina rómuðu Kaldaverksmiðju eins og í fyrri prófum. Farið verður með rútu frá Ytri Vík í Bruggsmiðjuna og Kaldaverksmiðjan skoðuð. Að skoðunarferðinni lokinni verður hópnum ekið aftur að Ytri Vík.
Bruggsmiðjan leggur til verðlaun að vanda í þetta próf og gefa okkur afslátt í skoðunarferðina. Það kostar 1500 kr. að fara í hana og eru veitingar innifaldar. Hóflegt gjald verður í rútuna.
Áætlað er að hafa sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöldinu þar sem menn og konur koma með sitthvað góðgæti í púkk (villibráð oþh)
Reynt verður að halda kostnaði við gistinguna í algjöru lámarki og eftir því sem betri skráning verður, þeim mun hagstæðari verður gistingin. Áætlað er að kostnaður verði í kringum 8,000 kr.pr. mann og er aðeins eitt gjald í boði, en þessi tala gæti verið örlítið breytileg. Innifalið eru þrjár gistinætur, frá fimmtudegi fram á sunnudag. Hægt er að fá uppábúin rúm fyrir hóflegt gjald.
Gisting:
Bókunarfrestur í hús er
til hádegis þann 27. apríl og verður að vera búið að greiða fyrir gistinguna til þess að bókunin teljist gild.
Skráning í gistingu:
Skráning í gistingu fer fram rafrænt með því að senda póst á
fuglahundadeild@gmail.com Greiða skal staðfestingargjald kr. 8000.- fyrir gistingunni á reikning deildarinnar Reikningsupplýsingar Fuglahundadeildar fyrir gistingu eru eftirfarandi:
Rknr: 536-04-761745
Kt: 670309-0290
Skráning í prófið:
Skráningin í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er alla virka daga frá kl.10-15. Einnig er hægt að senda tölvupóst á
hrfi@hrfi.is og millifæra á reikning félagsins. Munið að senda kvittun á hrfi@hrfi.is Sími skrifstofu er
588-5255588-5255
Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249
Þátttökugjald fyrir 1 dag er 4.500.- 2 daga er 7.000.- 3 daga er 9.500.-
Athugið að skráningarfrestur í prófið rennur út á hádegi 30. apríl.
Upplýsingar um prófstjóra koma síðar.
Fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson.
Tiltaka verður prófnúmer sem er #501506, ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda, í hvaða flokk/a á að skrá og hvaða dag/a. Greiða verður um leið og skráning fer fram til að skráning sé gild.
Gistisvæðið þar sem karrarnir ropa í brekkunni má sjá nánar á
www.sporttours.is
a