Per Hallås

Stækka mynd
Per Hallås fer yfir skorblaðið.

Per Hallås býr í Lakselv í Finnmörk sem er nyrst í Noregi. Hann hefur verið með Írska seta síðan 1983 og ræktar undir ræktunarnafninu Vieksa, en vefslóðin er http://www.vieksa.com/.

Per var í stjórn Finmerkurdeildar Norska írsk setter klúbbsins til margra ára og hefur verið formaður Norska írsk setters klúbbsins síðustu ár. Per hefur dæmt á fuglahundaprófum í Svíþjóð og Finnlandi auk Noregs. Hann hefur einnig dæmt “finalinn” í norska “Derbyinu”.