Veiðipróf FHD 5. maí - Úrslit

Stækka mynd

Enn og aftur voru veðurguðirnir hliðhollir þáttakendum á veiðiprófi FHD í dag.  Sól í heiði og léttur andvari allan daginn.  Frábært útivistarveður, geggjaðir þáttakendur og flottir hundar í öllum flokkum en það hefði mátt vera meira af rjúpu.  Eftir langan dag náðu efirfarandi hundar einkunum/sæti.


Unghundaflokkur
Fjallatinda Skuggi 2. einkunn og besti hundur í unghundaflokki.
Fellamellas AC Nordan Garri, 2. einkunnn 

Opin flokkur
Háfjalla Askja 2. einkunn og besti hundur í opnum flokki

Keppnistflokkur
Rjúpnabrekku Toro 1. sæti
Rjúpnasels Rán 2. sæti

Aðrir fengu ekki einkunn eða sæti. 

Náttúrubarnið, verðlaunagripur í minningu Erlends heitins Jónssonar, var veitt fyrir besta hund í opnum flokki.  Náttúrbarnið hlaut Haukur Reynisson og Vatnsenda Karma.

FHD þakkar þáttakendum, dómurum, og öllum öðrum sem komu að prófinu kærlega fyrir samveruna og aðstoðina.