Veiðiprófsreglur Breytingartillögur

Stækka mynd

Meðfylgjandi breytingartillögur á núgildandi veiðiprófareglum fyrir tegundundarhóp 7 voru kynntar miðvikudaginn 14. nóvember. Samkvæmt reglu 12. í veiðiprófareglunum sem er svohljóðandi:

12. Breytingar á veiðiprófsreglum fyrir tegundahóp 7.

Heildarendurskoðun veiðiprófsreglna skal fara fram á 5 ára fresti að frumkvæði deilda í
tegundarhópi 7.
Starfandi deildir í tegundahóp 7 skulu tilnefna 1 fulltrúa hver í endurskoðunarnefnd og
skal nefndin fara yfir innkomnar athugasemdir við gildandi reglur, taka afstöðu til þeirra,
kynna breytingar, kalla eftir athugasemdum frá félagsmönnum, stjórnum deildanna og
dómararáði áður en hún skilar fullmótuðum tillögum til stjórnar HRFÍ til samþykktar.
Reglurnar eru þó alltaf opnar fyrir minniháttar breytingum á milli heildarendurskoðanna
ef brýn nauðsyn er á. Stjórnir deildanna skulu þá koma saman og ræða slíkt og leggja
fyrir HRFÍ til samþykkis ef breytinga er þörf.
Einhugur allra stjórna í tegundhópi 7 þarf að ríkja um slíkar breytingar.


Ber endurskoðunarnefnd að kalla eftir athugasemdum við breytingartillögurnar frá félagsmönnum, stjórnum deildana og dómararáði. Að lokinni yfirferð á þeim athugasemdum skilar endurskoðunarnefnd inn fullmótuðum tillögum til stjórnar HRFÍ.

Félagsmenn geta kynnt sér reglurnar á heimasíðum deildana.
Að beiðni stjórnar HRFÍ hafa sænskar reglur sem notaðar verða við dómgæslu í meginlandshundaprófum í framtíðinni verið þýddar og fylgja hér með. Að lokinni samþykkt stjórnar HRFÍ verða því tvö mismunandi veiðipróf í tegundarhópi 7,  eftir núgildandi reglum og reglum fyrir meginlandshundapróf.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 29. nóvember. Athugasemdir skulu sendar á netfangið : endursk.veidiprofsreglna.2018@gmail.com

Sjá viðhengi hér:

ReglurUmMeginlandshundaPMaster.pdf

VeiðiprofsreglurTtegundahopur7.pdf