Royal Canin prófið í Áfangafelli um síðustu helgi

Stækka mynd
Einkunnahafar föstudagsins ásamt dómurum

Fuglahundadeild stóð fyrir 3 daga veiðiprófi helgina 22. - 24. september í Áfangafelli á Auðkúluheiði.  Aðalstyrktaraðili prófsins eru Dýrheimar sem flytja m.a. inn Royal Canin fóður fyrir hunda og ketti og er prófið því kennt við Royal Canin. Royal Canin styrkir prófið bæði beint og með því að gefa vegleg verðlaun.  Aðrir styrktaraðilar prófsins voru Rolf Johansen sem gáfu eðalromm og rauðvín sem vinninga og Melabúðin.  Dómarar prófsins voru Svafar Ragnarsson, sem jafnframt var fulltrúi HRFÍ, Per Tufte og Pål Aasberg frá Noregi.  Prófið var sett á föstudagsmorgni og hófu þátttakendur í unghundaflokki og opnum flokki prófið við hesthúsið.  Dómari í þessum blandaða flokki var Per Tufte.  Flest allir hundar (ef ekki allir) áttu möguleika á fuglavinnu og fóru flokkar þannig :


Föstudagur 22. september 2017

Blandaður flokkur unghunda og opinn 
Dómari : Per Tufte

Unghundaflokkur
Rjúpnabrekku Toro (ES) : 2. einkunn og bestur í flokki, aðrir náðu ekki einkunn í þeim flokki

Opinn flokkur
Gagganjunis Von (ÍS) : 2. einkunn og best í flokki, aðrir náðu ekki einkunn í þeim flokki

Keppnisflokkur fór niður að rétt, eitthvað var minna af fugli þar.  Dómarar í keppnisflokki þann daginn voru Svafar Ragnarsson og Pål Aasberg.  Úrslit fóru svo : 

1. sæti : Álakvíslar Mario (ES)
2. sæti : Hafrafells Hera (ES) 

Föstudagurinn var því klárlega dagur setanna og við óskum eigendum og leiðendum innilega til hamingju með árangurinn. 

Laugardagur 23. september 2017
Laugardagur mætti okkur með ausandi rigningu og roki, engu að síður héldu allir sem mættir voru út og þreyttu próf.  
Töluvert var af fugli hjá báðum flokkum og fóru þátttakendur í unghunda og opnum flokki niður á Eyvindastaðaheiði með Pål Aasberg sem dæmdi þá og fór prófið þannig að í unghundaflokki náði enginn hundur einkunn, en : 

Opinn flokkur : 

ISCh Veiðimela Jökull (Sn.V): 3. einkunn og besti hundur í flokki

Per Tufte og Svafar Ragnarsson fóru með keppnisflokkinn á Hamborgarahæðina og fór keppnisflokkur þannig : 

1. sæti : C.I.B. ISFtCh ISCh RW-13-14 Heiðnabergs Bylur von Greif (Sn. V)
2. sæti : Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Sn. V) 

Þennan dag áttu Snögghærðir Vorsteh hundar og gaman er að geta þess að Bylur og Gleipnir eru gotbræður og Jökull er undan Byl. Til hamingju leiðendur og eigendur. 

Sunnudagur 24. september 2017
Enn mætti rigning þátttakendum þegar prófið hófst, en sem betur fer rættist úr og veðrið skánaði þegar leið á.  Allir flokkar hófu prófið á Hamborgarahæðinni en á mismunandi stöðum.  Þennan dag dæmdu Pål Aasberg og Per Tufte keppnisflokkinn og Svafar Ragnarsson blandaðan unghunda og opinn flokk.  Nokkuð var af fugli á svæðinu og áttu allflestir (ef ekki allir) möguleika á fuglavinnu.  Prófið fór þannig : 

Unghundaflokkur
Rjúpnabrekku Toro (ES): 2. einkunn og bestur í flokki

Opinn flokkur
ISCh Veiðimela Jökull (Sn. V) 2. einkunn og bestur í flokki. 
Bylur (B) 2. einkunn 

í keppnisflokki náðu mæðgur tveimur efstu sætunum en það voru : 
1. sæti : Midtvejs Assa (B) 
2. sæti : Fóellu Kolka (B) 

Þannig að þennan dag náðu allir þrír Bretonar prófsins árangri og verður þetta að teljast Breton dagurinn.  Til lukku allir eigendur og leiðendur. 

Tvenn sérstök verðlaun eru veitt þessa helgi en dómarar velja besta hund prófs í opnum flokki eftir fyrstu tvo daga prófs og var það Írski setinn Gagganjunis Von sem hlaut þau verðlaun og við óskum Agli Bergmann innilega til hamingju.  Hin verðlaunin eru veitt fyrir besta hund prófs í keppnisflokki yfir alla þrjá dagana og kom það í hlut Enska setans Álakvíslar Mario að hljóta þau, við óskum Daníel Kristinssyni innilega til hamingju.  

Helgin var að venju mjög skemmtileg og góð stemmning ríkti, bæði í prófinu og í sameiginlegu máltíðinni á föstudagskvöldinu.  Per og Pål sendu góðar kveðjur í hópinn þegar þeir héldu af landi brott í morgun og við prófstjórar þökkum öllum sem tóku þátt og lögðu sitt að mörkum til að gera prófið jafnskemmtilegt og það varð.