Fuglahundadeild mynd 14
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 4243688

Fréttir


Seinni dagur veiðiprófs FHD

23.9.2018
Stækka mynd

Seinni degi veiðiprófs FHD er lokið.  Sannkallað sýnishornaveður var í dag, él, snjókoma, rigning og sól.  Opni flokkurinn var með minnsta móti, aðeins 3 mættir af 6 skráðum.  Í keppnisflokki voru 6 skráðir og 6 mættir, grjótharðir.  Keppnisflokkur hélt á “skotsvæði Gumma Bogg" en sá opni “rétt fyrir ofan girðingu”.  Töluvert var af fugli hjá keppnisflokki og hlutu fjórir hundar sæti.  Ekki var eins mikið að gera hjá opnum flokknum en þó fengu allir hundar tækifæri á fugli og sýna hvað í þeim býr.  Eftirfarandi hundar náðu einkunn/sæti í dag.

Opin flokkur:
2. einkunn Sika ze Strazistských lesu           Pudelpointer      Leiðandi:Atli Ómarsson

Keppnisflokkur:
1. sæti Ice Artemis Mjölnir                          Str.Vorsteh Leiðandi:  Lárus Eggertsson
2. sæti Veiðimela Jökull                              Sn.Vorsteh Leiðandi:  Friðrik G Friðriksson
3. sæti Rjúpnabrekku Toro                          Enskur setter    Leiðandi:  Kristinn Einarsson
4. sæti Karacanis Harpa                              Pointer          Leiðandi:  Ásgeir Heiðar

Að auki voru veitt sérstök verðlaun sem kennd eru við Áfangafell, fyrir besta hund í opnum og keppnisflokki, samanlagt báða daganna.  Í opnum flokki var þar Pudelpointer-inn Sika og í keppnisflokki Vorsteh hundurinn Veiðimela Jökull.  Fuglahundadeild óskar einkunnar og sætishöfum innilega til hamingju með árangurinn.  Jafnframt vill FHD þakka öllum þáttakendum fyrir þáttökuna og vonandi sjáum við sem flesta á næsta veiðiprófi. FHD þakkar styrktaraðilum prófsins kærlega fyrir stuðningin en þeir eru Royal Canin, Coca Cola European partners og Dagny og Co.  Sjáumst hress.