Fuglahundadeild mynd 5
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7103554

Fréttir


Dagskrá utan próftíma fyrir norðan

22.4.2018
Stækka mynd
Við ætlum að gera fleira en bara að taka þátt í veiðiprófi fyrir norðan :) 

Á föstudagskvöld kl. 18:00 verður hamborgaraveisla fyrir alla þátttakendur prófsins í stóra húsinu í Ytri-Vík í boði Melabúðarinnar, strax að henni lokinni verður hópferð í Kaldaverksmiðjuna þar sem tekið verður á móti okkur í kynnisferð og bjórsmökkun.  Kostnaði við ferðina í Kaldaverksmiðjuna verður haldið í lágmarki, en áformað er að fara í rútu þangað frá Ytri - Vík. 

Á laugardagskvöld kl. 19:00 verður sameiginleg máltíð fyrir alla þátttakendur prófsins í stóra húsinu í Ytri-Vík, og þá um kvöldið munu Andreas Björn og Hege kona hans vera með fyrirlestur fyrir okkur um þeirra líf með hunda, þjálfun og veiði.  

Mjög mikilvægt er, til þess að öll vinna lendi ekki á höndum fárra, að allir hjálpist að, bæði við eldamennsku og ekki síður frágang eftir máltíðir.  Þá verður mælst til þess að algjör ró verði komin á stóra húsið eigi síðar en kl. 23:00 um kvöldið til að þeir sem gista þar fái svefnfrið.