Fuglahundadeild mynd 2
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7103340

Fréttir


Ellaprófið

17.2.2018
Stækka mynd
Helgina 10. og 11. mars stendur FHD fyrir sínu fyrsta heiðarprófi ársins, prófað verður í öllum flokkum og við njótum krafta íslensku dómaranna okkar við dómgæslu prófsins, en áformað er að Pétur Alan Guðmundsson dæmi unghunda og opinn flokk á laugardeginum 10. mars og Egill Bergmann og Svafar Ragnarsson dæmi keppnisflokk á sunnudeginum.  Fulltrúi HRFÍ verður Egill Bergmann og prófstjóri verður Þorsteinn Friðriksson.

Skráningu í prófið lýkur á miðnætti 28. febrúar.  Prófið verður haldið i nágrenni Reykjavíkur.  Við hvetjum alla til að skrá og taka þátt og heiðra þannig minningu Erlends Jónssonar fuglahundadómara.  Royal Canin á Ísland styrkir þetta próf sem og aðra starfsemi deildarinnar.

Besti hundur í opnum flokki hlýtur til varðveislu í eitt ár Ellastyttuna "Náttúrubarnið" sem gefin var af vinum Erlends heitins Jónssonar fuglahundadómara sem lést fyrir aldur fram.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15 (sími : 588 5255), prófnúmerið er : 501802 við skráningu þarf að taka fram prófnúmer og í hvaða flokk hundur er skráður.