Fuglahundadeild mynd 8
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7150816

Fréttir


Um helgina var haldið meginlandshundapróf

11.7.2017
Stækka mynd
Nú um helgina var haldin síðari hluti meginlandshundaprófs þar sem dæmt var eftir reglum SKF . Um sögulegan viðburð er að ræða þar sem þátttakendum í fyrsta meginlandshundaprófi á Íslandi gafst kostur á að ljúka síðari hlutanum, sem meðal annars felur í sér sækivinnu í vatni og spor. Þátttakendur í meginlandshundaprófinu voru fjórtán, en eftir sátu þrír hundar með einkunn í heiðavinnu og tókst þeim öllum að klára sækihlutann nú um helgina með einkunn.

Er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem haldið er ræktunarpróf þar sem meginlandshundar eru dæmdir miðað við ræktunarmarkmið og eiginleika hverrar tegundar fyrir sig. Með þessu prófi er verið að auka fjölbreytileika og koma til móts við félagsmenn sem eiga meginlandshunda með það í huga að fá fleiri þátttakendur í félagsstarfið. Almenn ánægja var með viðburðinn og ljóst að meginlandshundapróf geta aukið umsvif og starfsemi með fuglahunda undir merkjum HRFÍ. Dæmt var eftir sænkum reglum SKF.




Þátttakendur



Þátttakendur



Bláskjár adamsYrsa, Bláskjár adamsMoli og Huldu Bell von Trubon 
Einkunnahafar í samsettu meginlandshundaprófi



Þeir hundar sem luku prófi með einkunn voru: 

Huldu Bell von Trubon með samanlagða 2. einkunn.
Heiði: 60
Vatn: 50
Spor: 24
Sókn: 16
Samtals: 150

Bláskjár adamsMoli með samanlagða 2. einkunn.
Heiði: 60
Vatn: 50
Spor: 24
Sókn:  8
Samtals: 142

Bláskjár adamsYrsa með samanlagða 2. einkunn.
Heiði: 50
Vatn: 40
Spor: 30
Sókn:  20
Samtals: 140



Bláskjár adamsYrsa með samanlagða 2. einkunn 



Bláskjár adamsMoli með samanlagða 2. einkunn. 
Huldu Bell von Trubon með samanlagða 2. einkunn.
 





Þátttakendur í kynningarnámskeiði með Dag Teien í apríl





Við óskum eigendum þeirra til hamingju með árangurinn.

Jafnframt ber að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn til þess að gera viðburðinn mögulegan.