Fuglahundadeild mynd 11
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7152822

Fréttir


Kaldaprófið 5.-7. maí

22.4.2017
Stækka mynd
Nú styttist óðum í Kaldaprófið sem fram fer dagana 5.-7. maí en viðburðurinn hefur verið gríðarlega vinsæll frá því hann hóf fyrst göngu sína árið 2009.
Skráningarfrestur lýkur á miðnætti miðvikudaginn næstkomandi 26. apríl.




Dómarar prófsins eru þrír, þeir Sigmund Nyborg og Robert Gill frá Noregi ásamt Guðjóni Arinbjarnarsyni en kynningu á dómurum má nálgast hér.

Boðið verður upp á alla flokka alla þrjá dagana, það er unghundaflokk, opinn flokk og keppnisflokk.

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki alla dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Þar að auki verður keppt um farandgripinn Karra Kalda en verðlaunin voru fyrst veitt árið 2011 af þeim Hrafni og Danda.
Keppt er um gripinn í UF og OF og gilda stigin fyrir föstudag og laugardag, verðlaunin eru svo afhent þeim stigahæsta á laugardagskvöldið.

Vegna mikillar eftirspurnar um gistingu hafa nokkrir þátttakendur tekið sig saman og tekið stóra húsið á leigu. Þá sem enn vantar gistingu er bent á hafa samband við Unni prófstjóra í síma 8667055.

Á föstudagskvöldinu að loknu prófi verður farið í heimsókn í hina rómuðu Kaldaverksmiðju eins og í fyrri prófum.
Farið verður með rútu frá Ytri Vík í Bruggsmiðjuna en hóflegt gjald verður í rútuna. Að skoðunarferðinni lokinni verður hópnum ekið aftur að Ytri Vík.
Deildin hefur tekið á leigu veislusal fyrir sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöldinu þar sem menn og konur koma með sitthvað góðgæti í púkk (villibráð oþh) og eru allir þátttakendur og áhugasamir velkomnir.
Nánara fyrirkomulag auglýst síðar.

Skráning í prófið:
Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er alla virka daga frá kl. 10-15. Einnig er hægt að millifæra á reikning félagsins en senda skal jafnframt tölvupóst með upplýsingum um skráningu ásamt kvittun fyrir greiðslu á hrfi@hrfi.is.

Sími skrifstofu er 588-5255
Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

Þátttökugjald fyrir 1 dag er 5000.- 2 daga er 7.500.- 3 daga er 10.000.-
Tiltaka verður prófnúmer sem er #501704, ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda, í hvaða flokk/a á að skrá og hvaða dag/a. Greiða verður um leið og skráning fer fram til að skráning sé gild.

Fyrir þá sem eru á svæðinu gilda ákveðnar reglur sem verður að fara eftir. Hundarnir fá að vera inni á herbergjum í búrum en mega aldrei vera lausir, hvorki úti, né inni í húsunum og að sjálfsögðu þarf að þrífa eftir þá á svæðinu.

Prófstjórar eru Guðbjörg Guðmundsdóttir og Unnur A. Unnsteinsdóttir.
Fulltrúi HRFÍ er Guðjón Arinbjarnarson.

Hlökkum til að sjá sem flesta á norðlensku heiðunum!