Fuglahundadeild mynd 14
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7103410

Fréttir


Fullbókað er á námskeið og meginlandshundapróf

5.4.2017
Stækka mynd
Fullbókað er á námskeið og meginlandshundapróf, en hægt er að skrá sig á biðlista.

Dag Teien mun halda námskeið og kynna meginlandshundapróf eftir sænskum reglum dagana 14. og 15. apríl. Í framhaldi verður haldið heiðapróf mánudaginn 17. apríl. Dæmt verður eftir sænskum reglum SKF klúbbsins.



Dag Teien er virtur norskur dómari sem hefur búið um nokkurra ára skeið í Svíþjóð. Hann hefur mikla reynslu sem dómari og hefur dæmt víða um evrópu og á norðurlöndunum. Hér er frábært tækifæri til að kynnast annarskonar nálgun í þjálfun fuglahunda. Dag Teien hefur ræktað Vorsteh hunda undir ræktunarnafninu Teiens Kennel



Kennt verður á ensku og hægt er að nálgast reglur hér: SKF

Athugið að prófið er eins og venjulegt próf að öllu öðru leyti en því að það er ekki skráð í kerfi HRFÍ og mun því ekki nýtast sem hluti af samansettu prófi eða sem stig til meistara.

Hundurinn fær annars skriflega umsögn og einkunn í samræmi við sænsku reglurnar og því sem dómarinn ákveður.

Gjald fyrir þátttöku á námskeiðinu og í próf er kr. 14.000.

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti föstudaginn 7. apríl.

Prófstjóri er Haukur Reynisson og tekur hann við skráningum og fyrirspurnum á netfangið thr@simnet.is 

Millifærsla þarf að berast á eftirfarandi kennitölu og reikning:
Kt.200665-5709 reikn. 0370-13-000617   

Upplýsingar um millifærslu þurfa að berast á eftirfarandi netfang:
thr@simnet.is

Athugið skráning er ekki gild fyrr en kvittun fyrir greiðslu berst!

Námskeiðið er haldið af: 
Dýrheimum og Royal Canin á Íslandi
Hits.is
Byggingafélaginu Rætur
Orion vefsmiðju

Þökkum við þeim fyrir að bjóða upp á þennan áhugaverða viðburð.