Fuglahundadeild mynd 7
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7149490

Fréttir


Vel heppnað kynningarnámsk. og meginlandshundapróf

17.4.2017
Stækka mynd
Góð mæting og mikill áhuga var fyrir kynningarnámskeiði og meginlandshundaprófi sem haldið var um páskahelgina. Dag Teien veiðiprófsdómari leiddi okkur í gegnum sannleikann um meginlandshundapróf með námskeiði og í framhaldinu var haldið veiðipróf.



Afar ánægjulegt var að sjá hversu margir nýliðar skráðu sig á viðburðinn. Flýta þurfti prófinu vegna veðurs og var það fært inn helgina en alls voru 14 þátttakendur í prófinu, sjö hvorn daginn.

Dæmt var eftir sænskum reglum SKF klúbbsins. Hægt er að kynna sér reglurnar hér: Reglurnar.

Hundarnir fengu skriflega umsögn og einkunn í samræmi við sænsku reglurnar.



Prófað var í þeim hluta meginlandshundaprófs sem kallast heiðapróf. Ein einkunn náðist í fyrri hópnum og var það BláskjárAdams Yrsa með 70 stig.

Tvær einkunnir náðust í seinni hópnum og voru það Fríða Huldu bell von Trubon með 76 stig og BláskjárAdams Moli með 68 stig.




Óskum við ofangreindum til hamingju með árangurinn.

Dag Teien er væntanlegur aftur til Íslands í júlí og mun þá gefast frekara tækifæri til að kynna sér meginlandshundapróf.

Við viljum þakka Dag Teien, öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn ásamt styrktaraðilum fyrir að gera þennan viðburð mögulegan.

Fleiri myndir er að finna undir FB síðu deildarinnar á eftirfarandi link:

Myndir á facebook

Myndir: Björn Geir Leifsson, Hildur Vilhelmsdóttir,Þengill Ólafsson, Arna Ólafsdóttir, Hulda Jónasdóttir.

Styrktaraðilar 
Dýrheimum og Royal Canin á Íslandi
Hits.is
Byggingafélaginu Rætur
Orion vefsmiðju

Þökkum við þeim fyrir að bjóða upp á þennan áhugaverða viðburð.