Fuglahundadeild mynd 14
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7141290

Fréttir


Kaldaprófið 2017 !

5.4.2017
Stækka mynd
Farandgripurinn Karri Kaldi

Kaldapróf Fuglahundadeildar verður haldið dagana 5.- 7.maí 
og er skráningarfrestur til miðnættis miðvikudaginn 26. apríl.

Deildin hefur bókað glæsilegan sal þar sem sameiginlegur kvöldverður verður haldinn, nánari upplýsingar um það fyrirkomulag síðar.
Einnig verður farið hina árlegu ferð í Kaldaverksmiðjuna þar sem við fáum að smakka á hinum ýmsu tegundum af öli.

Fyrirhugað er að prófa í eftirfarandi flokkum : 

Föstudagur : unghundaflokkur, opinn flokkur og keppnisflokkur

Laugardagur : unghundaflokkur, opinn flokkur og keppnisflokkur

Sunnudagur : unghundaflokkur, opinn flokkur og keppnisflokkur

Athugið þó að flokkar gætu fallið niður fáist ekki skráning eða ef einhver önnur breyting verður. 


Dómarar prófsins verða þrír, þeir

Sigmund Nyborg frá Noregi, hann hlaut dómararéttindi til að dæma heiðapróf fyrir standandi fuglahunda 1994, hann hefur einnig réttindi til að dæma sækipróf.  Hann hefur dæmt bæði í Noregi og Svíþjóðog þar með talið meistarastigs (CACIT) veiðipróf.  Auk standandi fuglahunda, sem eru strýhærðir og síðhærðir Vorsteh, á hann elghunda sem hann keppir með í elghundaprófum  Frekari upplýsingar um Sigmund má finna á heimasíðu hans : www.noraforr.no

Robert Gill frá Noregi, hann hefur veitt með standandi fuglahundum í um þrjátíu ár og tekið þátt í veiðiprófum í meira en 25 ár.  Hann fékk dómararéttindin fyrir um 10 árum síðan og hefur dæmt hinar mismunandi tegundir prófa fyrir standandi fuglahunda í fjöldamörgum prófum bæði í Noregi og Svíþjóð. Hann er með Pointer og var með besta hund í veiðiprófi í Svíþjóð liðna helgi.  Hann hlakkar til að koma til Íslands og upplifa veiðipróf hér og hundanaokkar sem hann hefur heyrt um og séð á Facebook.

 

Guðjón Arinbjörnsson frá Íslandi, en hann er einn af fyrstu fuglahundadómurum á Íslandi. 

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki alla dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Þar að auki er í hverju Kaldaprófi veittur farandgripurinn Karra Kaldinn sem er stórglæsilegur farandbikar en hann var fyrst gefinn árið 2011 af þeim Hrafni og Danda, sem eru norðlenskar goðsagnir í fuglahundasportinu. 
Í fyrra var það snögghærði Vorsteh hundurinn, Veiðimela Karri, sem vann Karrann eftirsótta.

Keppt er um Karra Kalda í UF og OF og gilda stigin fyrir föstudag og laugardagen gripurinn er afhentur þeim stigahæsta á laugardagskvöldið.

 

Eins og undanafarin ár þá gilda ákveðnar reglur um hunda á svæðinu sem verður að fara eftir. Hundarnir fá að vera inni á herbergjum í búrum en mega aldrei vera lausir, hvorki úti, né inni í húsunum og að sjálfsögðu þarf að þrífa eftir þá á svæðinu.

Skráningin í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er alla virka daga frá kl.10-15. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra á reikning félagsins. Munið að senda kvittun á hrfi@hrfi.is og gott væri að fá einnig á fuglahundadeildfhd@gmail.com

 
Sími skrifstofu er 588-5255

Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

 



Þátttökugjald fyrir 1 dag er 5000
.- 2 daga er 7.500.- 3 daga er 10.000.-


Tiltaka verður prófnúmer sem er #501704, ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda, í hvaða flokk/a á að skrá og hvaða dag/a. Greiða verður um leið og skráning fer fram til að skráning sé gild.


NÁNARI UPPLÝSINGAR UM SAMEIGINLEGAN KVÖLDVERÐ OG FERÐ Í KALDAVERKSMIÐJUNA KEMUR Á NÆSTUNNI.