Fuglahundadeild mynd 2
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7140310

Fréttir


Úrslit Ellaprófs

25.3.2017
Stækka mynd
Þá er Ellaprófi, fyrsta prófi Fuglahundadeildar lokið en prófið fór fram í dag. Haldið var af stað frá klöppinni á Nesjavallavegi og var stefnan tekin í átt að Lyklafelli.

Vel rættist úr veðri og var töluvert magn af fugli en fugl var í öllum sleppum nema því fyrsta og því síðasta.

Ágæt mæting var í prófið miðað við skamman fyrirvara og gaman að sjá hve margir áhugasamir komu og eyddu með okkur deginum.

Dómari prófsins og fulltrúi HRFÍ var Svafar Ragnarsson og prófstjóri var Einar Örn Rafnsson.

Einungis var keppt í opnum flokki í dag en Hafrafells Hera (Enskur setter) eigandi og leiðandi Páll Kristjánsson náði annarri einkunn og var hún valin besti hundur prófs.

Hafrafells Hera fékk því til varðveislu Náttúrubarnið, farandbikar sem gefinn var í minningu Erlends Jónssonar fuglahundadómara.

Veiðimela Krafla (Snögghærður Vorsteh) fékk 3. einkunn, eigandi Unnur A. Unnsteinsdóttir og leiðandi Einar Örn Rafnsson.
Aðrir hundar hlutu ekki einkunn í dag.


Við óskum einkunnahöfum innilega til hamingju með árangurinn.


Við þökkum styrktaraðilum deildarinnar, Dýrheimum og Johnnie Walker, kærlega fyrir stuðninginn ásamt öllum þeim sem að prófinu komu.