Fuglahundadeild mynd 8
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7102654

Fréttir


Ársfundur FHD var haldinn 26. febrúar sl.

27.2.2017
Stækka mynd
Ársfundur Fuglahundadeildar var haldinn í húsakynnum HRFÍ 26. febrúar s.l. Formaður Albert Steingrímsson fór yfir starf liðins árs í ársskýrslu og Unnur Unnsteinsdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga deildarinnar þar sem kynnt var m.a. afkoma veiðiprófa deildarinnar og hagnaður þeirra sem rennur til HRFÍ. Nýir stjórnarmeðlimir eru þau Atli Ómarsson og Hulda Jónasdóttir, en Unnur Unnsteinsdóttir og Kristín Jónasdóttir gáfu kost á sér áfram. Úr stjórn gengu þeir Þorsteinn Friðriksson og Albert Steingrímsson.
Þakkar Fuglahundadeild þeim Þorsteini og Alberti kærlega fyrir vel unnin störf fyrir deildina og býður þá nýkjörnu hjartanlega velkomna til starfa.

Á liðnu ári var líflegt starf hjá deildinni, fjöldi veiðiprófa á fjalli, m.a. tvö stór próf úti á landi auk sækiprófa. Sýningarþjálfanir voru öflugar hjá deildinni, opin hús í Sólheimakoti með fjölda æfinga og þjálfana tengdum viðburðum FHD.

Nú fljótlega mun ný stjórn funda þar sem verkefnum verður skipt á milli manna.