Fuglahundadeild mynd 12
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7138795

Fréttir


Fyrsta sýning ársins, skráning er hafin !

4.1.2017
Stækka mynd
Fyrsta sýningahelgi ársins verður i byrjun mars n.k. og hefst hún á hvolpasýningu og keppni ungra sýnenda föstudagskvöldið 3. mars. Laugardaginn 4. mars og sunnudaginn 5. mars verður alþjóðleg sýning. Dómarar helgarinnar eru Attila Czeglédi (Ungverjaland), Carl Gunnar Stafberg (Svíþjóð), Hannele Jokisilta (Finnlandi),  Johnny Andersson (Svíþjóð) og Kitty Sjong (Danmörk).

​​Skráningafrestur á gjaldskrá 1 rennur út í lok dags þann 20. janúar n.k.  Þá er jafnframt lokadagur til að skila umskráningum og gotskráningum vegna hunda á sýningunum.

Skráningafrestur á gjaldskrá 2 rennur út í lok dags þann 3. febrúar n.k. 

Sýningastjórn hefur ákveðið að nefna dómara fyrir nokkrar tegundir. Fyrirvari er gerður að því leyti, að forfallist dómari, eru aðrir auglýstir dómarar til vara, auk þess sem sýningastjórn HRFÍ áskilur sér rétt til að fjölga dómurum, einnig til vara, ef fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.

Tegundahópar munu skiptast eftirfarandi:
Laugardagur 4. mars: 1, 2, 3, 4/6, 7 og 10
Sunnudagur 5. mars: 5, 8 og 9

Tegundahópur 7:
Enskur setter: Hannele Jokisilta
Gordon setter: Hannele Jokisilta
Írskur setter: Hannele Jokisilta
Ungversk vizla, snöggh.: Hannele Jokisilta
Vorsteh (báðar feldgerðir): Hannele Jokisilta
Weimaraner, snöggh.: Hannele Jokisilta

Á þessari sýningu á FHD að sjá um uppsetningu sýningar og vinnu á sýningunni og mun sýninganefnd leita til deildarmeðlima um vinnu um helgina, við vonum að sem flestir sjái sér fært að leggja hönd á plóg ! 

Sýninganefndin mun líka sjá deildarmeðlimum fyrir sýningaþjálfun fyrir sýninguna og verður það auglýst þegar nær dregur.