Fuglahundadeild mynd 15
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7136224

Fréttir


Dómarakynning Thom Thorstensen

24.8.2016
Stækka mynd
Thom er alhliða veiðimaður

Thom Thorstensen, annar norsku dómaranna sem dæma í Royal Canin veiðiprófi FHD á Auðkúluheiði er 53 ára fæddur og uppalinn í Bodø en hefur búið í Tromsø síðan 2000.

Hann er giftur Agnetu Kajander sem kemur með honum hingað til lands og eru þau meðeigendur að Kennel Markusfjellet. http://markusfjellet.net/

Saman eiga þau tvö börn 7 og 11 ára gömul.

Thom hefur alla tíð verið með veiðihunda og fékk sinn fyrsta eigin hund, enskan seta úr góðum blóðlínum árið 1986

Hann útskrifaðist sem fuglahundadómari 1998 og þess má geta að Thom dæmdi hér á vegum Írsk setter deildar

árið 2007

Þau hafa átt mismunandi tegundir í gegnum árin, strý- og snögghærða vorsteh, pointer og gordon setar sem eru þær tegundir sem þau hafa mest unnið með og liggja næst „veiðimannahjörtum“ þeirra.

Hann veiðir gegnum allt veiðitímabilið eða frá 10. sept. – 15. mars, haust og vetur, á fjalli sem í skógi.